Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 101
— 99 —
1966
3. Bergsveinn Ólafsson.
Lagt var upp í ferðalagið 9. júlí, byrjað að vinna á Djúpavogi hinn
11. sama mánaðar og starfinu lokið á Vopnafirði 5. ágúst. Meðfylgjandi
tafla sýnir fjölda sjúklinga á hverjum stað og sjúkdómsgreiningu
þeirra. Um sjúkdómsgreiningu er fylgt sömu reglum og áður á augn-
lækningaferðum mínum, enda sjúkdómshlutföll svipuð og áður hefur
Presbyopia Hyperopia Myopia Astigmatismus Cataracta Glaucoma Blepharo- conjunctivitis Sjúkdómar í homhimnu Sjúkdómar í uvea Táravegssjúkd. Strabismus Blind augu cð a o •d r3 V) Ih K> < Í3 6 o •o £ w .23 5 B 8 «9 3 o w
a'| J§ Nýir sjúklingar
Djúpivogur .... 8 5 4 5 3 2 5 í í 1 35 30
HöfníHornaf. . 28 12 7 11 3 7 2 20 _ 2 2 3 3 3 103 91
Fagurhólsmýri . 7 2 4 1 3 1 _ 2 _ 1 _ _ 1 1 23 20
Eydalir 6 1 2 1 _ 2 _ 7 _ _ _ 1 2 _ 22 22
Fáskrúðsfj 20 17 9 11 1 2 _ 20 _ 2 1 1 84 78
Reyðarfjörður . 8 3 2 3 _ 2 1 3 í _ 1 _ 1 _ 25 22
Eskifjörður ... 8 4 4 _ 1 2 _ 16 _ _ _ _ _ _ 35 34
Neskaupstaður. 28 7 10 11 6 5 — 25 _ 1 1 1 3 3 101 98
Egilsstaðir .... 43 19 12 17 6 12 3 20 2 1 _ 1 7 3 146 129
Bakkagerði .... 11 3 _ 4 _ 2 _ 3 _ _ 1 _ 1 25 22
Seyðisfjörður .. 19 13 5 7 _ 3 _ 14 1 2 _ 3 2 2 71 60
Vopnafjörður.. 23 8 9 12 3 - 2 6 - - 1 1 1 3 69 66
Samtals 209 94 68 83 23 41 10 141 4 8 5 13 22 18 739 672
verið. Auðsætt virðist, að á svona skyndiferð hljóta ávallt að vera
skekkjur í sj úkdómsgreiningu, enda er verkfærakostur, sem hægt er
að hafa með sér, sá minnsti, er verður komizt af með, og starfið mikið.
Tími sá, sem hægt er að nota til hverrar einstakrar skoðunar,erþvímjög
stuttur. Þessi atriði eru þó hin sömu frá ári til árs og skekkjumöguleikar
svipaðir, þar sem sami maður framkvæmir verkið. Þegar á allt þetta
er litið, tel ég, að taflan sýni sæmilega rétta mynd af augnkvillum
fólksins í Austfirðingafjórðungi, eins og þeir hafa verið undanfarin
28 ár, sem ég hef farið ferðir þessar. Skýrslur mínar hygg ég að sýni
m. a. svipað hlutfall nýrra glákutilfella flest þessi ár, og mætti það
benda til, að sjúkdómurinn væri ekki á undanhaldi hér á landi, sem
maður kynni þó að freistast til að vona að yrði með breyttum og bætt-
um lifnaðarháttum þjóðarinnar. Það kann þó að valda nokkru um, að
meðalaldur hækkar, og tiltölulega fleiri ná nú þeim aldri, er sjúkdóm-
urinn er tíðastur á. Vissulega sýnir þó útkoman, að ferðir þessar eru
ennþá jafnnauðsynlegar og fyrr, og ekki mega þær niður falla, fyrr
en augnlæknar hafa dreifzt svo um landið, að almenningur geti hæg-
lega náð til þeirra hvaðanæva.