Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 164
1966
162
valinn meðal annars vegna þess, að hann hafði haft G. til rannsóknar
vegna afleiðinga höfuðmeiðsla, er hann hlaut á Keflavíkurflugvelli að
kvöldi hins 16. júlí 1960. Hann hafði þá verið sleginn þar í rot, að
sögn.
Vottorð .... [síðast nefnds] læknis í sambandi við afleiðingar
meiðslanna, sem G. Ó-son hlaut í bifreiðarslysinu 15. nóvember 1961,
fer hér á eftir. Vottorðið er dags. 20. febrúar 1965.
[Inngangsorðum sleppt].
„G. Ó-son, f. 7. 8. 1927, til heimilis ........, hefur verið hjá
mér nokkrum sinnum vegna afleiðinga áverka, er hann hlaut í
bílslysi hinn 15. nóvember 1961, er hann ók bíl, sem var keyrt á, að
sögn. Við áreksturinn fékk G. höfuðáverka og var fluttur í Slysavarð-
stofuna, þar sem gert var að sárinu á enni (sbr. vottorð .... cand.
med.). Ekki mun G. hafa misst meðvitund við framan greint slys. Ekki
er nein amnesia fyrir slysinu, en eftir það fann G. til mikils höfuð-
verkjar, sem var í fyrstu nokkuð stöðugur og versnaði við alla áreynslu
og ef hann t. d. bograði. Vegna óþægindanna í höfði var G. að
sögn rúmliggjandi í % mánuð. I jan. 1962, er hann kom aftur til
mín, var hann mun betri og var þá farinn að dútla eitthvað smávegis,
og um miðjan febrúar fór hann að vinna á trillubát fram til 20. apríl
1962. Fannst sjúkl. hann þá vera orðinn mjög svipaður því sem hann
var, áður en hann slasaðist í nóv. 1961. Þó treysti hann sér ekki enn til
að keyra bíl, eins og hann var farinn að gera fyrir slysið.
Rétt er að geta þess, að sjúkl. var þá að sögn ekki fullvinnufær
m. a. vegna höfuðverkjar, sem taldist afleiðing höfuðhöggs, er hann
hlaut, er hann var laminn í höfuðið í júlí 1960.
Skoðun: Sjúkl. er fullkomlega áttaður á stað og stund, og það eru
engin einkenni svo sem dysfasia eða dysarthria. Kvartanir sjúklings
eru nokkuð neurastheniskar, og hann er nokkuð depressiv að sjá. Nn.
cranialis: Heilataugar eru eðlilegar. Motorik: Tonus, trofik, grófir
kraftar og reflexar eru eðlil. Babinski negat. bilat. Sensibilitet: Húð-
skyn eðlilegt. Koordination: Engin einkenni um ataxia. Romberg negat.
Sfinkterfunktion: Eðlil. Heilarit (EEG) var tekið 19. desember 1961
og var eðlilegt.
Álit: Hér er vafalaust um að ræða posttraumatiska neurosu hjá
sjúklingi, sem, er hann slasaðist, var ekki búinn að ná sér nema að
nokkru leyti eftir höfuðáverka, er hann hlaut 16 mánuðum áður en
hann lenti í framangreindu bílslysi.
I byrjun febrúar 1962 má segja, að sjúklingur hafi verið orðinn
jafngóður og hann var fyrir slysið í nóv. 1961.
...... (sign.)“
G. hefur aftur og aftur mætt til viðtals hjá mér undirrituðum vegna
slyssins 15. nóvember 1961 og afleiðinga þess. Nánar tiltekið: 8. des-
ember 1961, 26. júní 1962, 9. júlí 1962, 5. desember 1962, 11. janúar