Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 88
1966
— 86 —
Gekk um allt land, aðallega í marz-maí. Veikin var væg og oili ekki
meiri háttar truflunum.
Rvík. Gekk á árinu. Veruleg brögð urðu fyrst að í marzmánuði, en
flestir voru sjúkl. í apríl. Faraldurinn fjaraði út í maí.
Akranes. Allmikill faraldur í apríl og nokkur í maí, en ekki skæður.
Stykkishólms. Bólusettir gegn inflúenzu ca. 470 manns, en það svarar
til ca. 20—25% íbúanna. Nær eingöngu fullorðið fólk, mestmegnis
vinnuhópar, svo sem sjómenn, verkafólk í frystihúsum, verzlunarfólk,
iðnaðarmenn o. fl. Inflúenzan barst í héraðið 25. apríl og gekk hér
fram um miðjan maí. Var væg og tók mest böm og unglinga.
Búðardals. Gekk í apríl og maí, yfirleitt fremur væg og ekki mikið
um fylgikvilla.
Blönduós. Kom í héraðið um miðjan aprílmánuð. Voru sýnishorn
send að Keldum, og reyndist hér um A-stofn að ræða, sömu týpu og gekk
árið á undan. Hámarki náði faraldurinn um mánaðamótin apríl—maí.
Ekki virtist hann skilja eftir sig nein eftirköst. Fremur lítið um bólu-
setningu að þessu sinni.
Hofs\ós. Vægur faraldur í apríl og maí. Fylgikvillar fáir, ekkert bólu-
sett.
ólafsfj. Gekk í marz—apríl, væg.
Akureyrar. Barst hingað í apríl, en ekki var þó um mikinn faraldur
að ræða.
Grenivíkur. Nokkur tilfelli í apríl og maí.
BreiSumýrar. Um 300 héraðsbúar bólusettir gegn inflúenzu. Flestöll
tilfellin voru í Mývatnssveit, en það var eina sveit héraðsins, þar sem
nær engir voru sprautaðir gegn veikinni.
Húsavíkur. Gekk í apríl—júní, og voru tilfellin flest í maí. Ekki
virðist hafa verið mikið um fylgikvilla.
Þórshafnar. Margir fengu inflúenzu í apríl, annars varla teljandi.
Norður-Egilsstaða. Faraldur þann, sem gekk í apríl og maí, taldi ég
inflúenzu, en var fremur atypisk, tíndi fólk upp á lengri tíma á sama
heimilinu.
Eskifj. Gekk yfir vormánuðina, náði hámarki í maí. Vegna
mikilla vorkulda var óvenjumikið um lungnabólgu sem fylgikvilla.
Búða. Barst í héraðið í apríl. Var frekar væg. Nokkur lungnabólgu-
tilfelli í sambandi við hana.
Hafnarfj. Barst hingað í marz, breiddist ört út í apríl. Var ekki
verulega þung. Eins og áður voru bólusettar nokkrar skipshafnir á
bátaflotanum og starfsfólk í fiskvinnslustöðvum. Virtist það gefa
góða raun.