Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 125
— 123 —
1966
Tannskemmdir.
Aldurs- flokkur Fjöldi nemenda í aldurs- flokki Tannskoðun
Fjöldi nemenda Þar af með tann- skemmdir Fjöldi tanna DMF-tala
D M F P Tennur %
6 ára 712 712 528 1408
7 — 1488 1326 923 1951 11 900 11527 2,0 24,8
8 — 1499 1409 1247 3302 88 2037 15181 3,7 35,5
9 — 1524 1450 1313 3969 185 3227 19693 5,0 37,2
10 — 1597 1505 1419 4820 376 3991 24267 6,1 37,2
11 — 1593 1522 1478 5845 668 6132 30073 8,3 41,0
12 — 1541 1456 1438 6694 657 7149 32260 10,0 42,8
Alls 9954 9380 8346 26581 1985 23436 134409 5,5 38,0
Til skoðunar, skolunar og burstunar komu alls 17427.
kennd rétt aðferð við tannburstun. Fljótt kom í ljós, að hlutur heimil-
anna í tannverndarstarfinu er næsta lítill. Mörg barnanna áttu ýmist
engan tannbursta eða þrjú til fjögur systkini áttu einn bursta saman.
Algengt var einnig, að tannburstinn væri of stór fyrir börnin. Til þess
að reyna að bæta þetta ástand var það ráð tekið að útvega hentuga
tannbursta og selja þá ódýrt í skólunum. Þessi ráðstöfun hefur borið
góðan árangur, og voru 4000 tannburstar seldir á skólaárinu. Fræðslu-
starfsemi var allveruleg, m. a. var gefinn út fræðslupésinn „Gætið tann-
anna vel“, en hann var, að fengnu leyfi, saminn eftir norskri fyrirmynd.
Pésa þessum er nú útbýtt til allra bama í 7, 8 og 9 ára bekkjum. Enn-
fremur var í bækling, sem Mæðradeild Heilsuverndarstöðvarinnar hef-
ur látið endurprenta, bætt við kafla um tennur og tannvemd mæðra á
meðgöngutímanum. — Þá hafa fyrirlestrar verið haldnir fyrir hverfis-
og skólahjúkrunarkonur, svo og fyrir skólatannlækna og aðstoðar-
■stúlkur þeirra. Norsk fræðslukvikmynd um tannvernd og tannhirðingu,
gjöf frá Helsedirektoratet í Oslo, var einnig sýnd í sambandi við fyrir-
lestrana og jafnframt í skólunum. Hersteinn Pálsson hefur þýtt texta
myndarinnar og flytur þar hið talaða orð. Seint á árinu 1965 voru
keyptir tveir ferðatannlæknastólar. Koma þeir að góðum notum í skól-
um þeim, sem engar tannlækningastofur hafa. — Loks voru greiddir
reikningar vegna 4253 barna, og námu endurgreiðslur kr. 2367003,00.