Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 147
— 145 —
1966
1 málinu liggur fyrir örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfir-
læknis, dags. 16. nóvember 1963, svohljóðandi:
„E. L., f. 19. 3. 1945 ...., Reykjavík.
Samkvæmt vottorði .... [sérfræðings í skurðlækningum], læknis á
Slysavarðstofu, dags. 2. maí 1962, þá varð ofannefnd stúlka fyrir
slysi hinn 13. desember 1961, og var þá komið með hana til Slysavarð-
stofunnar til meðferðar.
Vottorð .... [læknisins], er svohljóðandi:
„Þann 13. desember 1961, kl. 17.30 kom E. L., til heimilis ....,
hingað á Slysavarðstofuna vegna meiðsla á hægri handlegg. Frá til-
drögum slyssins skýrði E. svo, að hún hefði verið á hlaupum í skóla-
stofu og rekið hægri handlegg í öxul í hurðarhún, sem kræktist í oln-
bogabótina og reif upp mikið sár í framhandlegginn.
Við skoðun sást 12—13 cm langur, rifinn og tættur skurður lófa-
megin á framhandlegg, rétt neðan við olnbogafellinguna (plica cubiti).
Skurðurinn nær í gegnum undirhúð (subcutis) og inn í vöðvalagið (M.
brachioradialis).
Ekki sást skaði á stærri æðum og taugum. Neurologisk skoðun leiddi
ekkert óeðlilegt í ljós. Sárið gapti mikið, húðkantar voru marðir og
Ijótir, en undirhúð (subcutis) óvenju þykk.
Gert var að sárum E. á slysavarðstofunni. Húðkantar excideraðir
eins og þorandi þótti, og undirhúð og húð saumuð í lögum á venju-
legan hátt. Gefið var antibiotica og handleggurinn, settur í gipsum-
búðir. E. kom til eftirlits á Slysavarðstofuna á tilsettum tíma, síðast
9. janúar 1962.
Vegna þess að húðkantar voru contunderaðir og subcutis væntan-
lega meira lederuð en í ljós kom við skoðun, greri sárið fremur seint,
og kom dálítil necrosa í örið. Gekk þó eftir atvikum mjög vel og var
gróið í byrjun janúar. Þegar E. útskrifaðist, voru hreyfingar í oln-
bogalið og úlnlið fríar og eðlilegar. Dofatilfinning (anaesthesi) var
volart á framhandlegg framan við örið. Aftur engar neurolog. trufl-
anir í vöðvahreyfingum handar né fingra.
E. kom til skoðunar á Slysavarðstofuna þ. 14. apríl 1962 og hafði
þá í huga skaðabótamál.
Skoðun. Útlit handleggs og handar eðlilegt (þ. e. tonus, trophik og
húðlitur). Lófanjegin (volart) á framhandlegg er 12,5 cm langt, boga-
dregið ör með convexitetið uppá við (proximalt). Efsti hluti bogans er
1,5 cm neðan við olnbogafellinguna (plica cubiti). Þumalfingurmegin
(radialt) nær örið lengst út á móts við epicondylus humeri lat. 6,5 cm
neðan við hann. Örið er ennþá rautt og þykkt, einkum um miðju, þar
sem granulationsvöxtur hefur komið í það, og er það 1 cm breitt, þar
sem það er breiðast.
Hreyfingar í olnbogalið eru alveg óhindraðar. Pro-supination eðli-
leg. Ekki virðist anaesthesi í framhandlegg. En E. finnst þrótturinn