Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 165
163 —
1966
1963, 10. október 1963, 1. nóvember 1963, 24. febrúar 1965 og loks 3.
marz 1965.
Frásögn hans um nánari tildrög til slyssins var í fullu samræmi við
það, sem áður segir um það efni í þessari greinargerð. Helztu kvart-
anir hans í sambandi við afleiðingar meiðslanna í bifreiðarslysinu
15. nóvember 1961 voru áberandi höfuðverkur og óþægindi í höfði,
einkum við áreynslu og bogur. Hann var rúmliggjandi fyrstu tvær vik-
urnar eftir slysið og óvinnufær að mestu fram í janúar 1962.
Hann treysti sér ekki til að aka bifreið fyrst í stað, er hann hóf
vinnu eftir slysið í nóvember 1961. í febrúarlok 1962 mun hann hafa
verið búinn að ná þeirri heilsu, sem hann hafði haft, áður en hann varð
fyrir fyrrgreindu slysi. Þess má geta, að þess er ekki að vænta, að hann
nái fullri heilsu og fái fulla vinnugetu vegna afleiðinga höfuðhöggs, er
hann varð fyrir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi hins 16. júlí 1960.
Hinn 3. marz 1965.
Skoðun: G. kemur vel fram, en virðist áberandi taugaveiklaður. Hann
svarar öllum spurningum mínum mjög kurteislega, en nokkuð seint og
hikandi. Hann kveðst hafa verið mjög vel hraustur, áður en hann varð
fyrir höfuðhögginu í júlí 1960.
Almenn slcoðun:
Hlustun á lungum leiddi ekkert óeðlilegt í ljós.
Hlustun á hjarta: Það reyndist starfa reglulega = púls 80. Hjarta-
tónar hreinir. Blóðþrýstingur 138/70.
Ofan og utan við v. augabrún er mjög vel gróið ör, um 1 cm á lengd.
Ályktun: G. hefur við slysið 15. nóvember 1961 hlotið ýmis minni
háttar meiðsli, einkum á andliti, að talið er. Meðal annars tvo smá-
skurði á enni v. megin. Mjög lítil merki fundust eftir meiðsli þessi
við skoðunina 3. marz 1965. Aðeins eitt smáör ofan og utan við v.
augabrún. Hins vegar ber hann greinileg einkenni, einkum á taugum,
sem tvímælalaust verður að telja afleiðingar höfuðhöggs, er hann
hlaut á Keflavíkurflugvelli að kvöldi hins 16. júlí 1960. Má ætla, að
vinnugeta hans sé skert um 10—20% til frambúðar vegna afleiðinga
höfuðmeiðsla þeirra, er hann hlaut í því slysi.
Eftir slysið 15. nóvember 1961 var G. frá vinnu um skeið, enda lá
hann rúmfastur að sögn um tveggja vikna tíma og lítt eða ekki vinnu-
fær í þrjá mánuði eftir það slys. Hann virtist þó hafa náð sér að mestu
eða öllu eftir slysið 15. nóvember 1961.
í sambandi við það virðist því aðeins um tímabundna örorku að ræða.
örorka vegna slyssins 15. nóvember 1961 þykir hæfilega metin svo
sem hér segir:
Frá slysdegi til 31. desember 1961 ........... 80%
— 1 janúar 1962 til 31. janúar 1962 ......... 60%
— 1. febrúar 1962 til 28. febrúar 1962 .... 40%