Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 145
Viðbætir.
Lælmaráðsúrskurðir 1968.
1/1968.
Valg'arður Kristjánsson borgardómari hefur með bréfi, dags. 12.
desember 1967, skv. úrskurði, kveðnum upp í sjó- og verzlunardómi
Reykjavíkur 10. nóvember s. á., leitað umsagnar læknaráðs í málinu
nr. 83/1965: G. K-son gegn Jarlinum h. f. og gagnsök.
Málsatvik eru þessi:
Stefnandi máls þessa, G. K-son skipstjóri, ...., Reykjavík, var
skipstjóri á m.s. Jarlinum frá 9. maí 1964 til 12. marz 1965, er honum
var vikið úr starfi fyrirvaralaust. Mál þetta er höfðað til greiðslu ó-
greidds kaups að fjárhæð kr. 171.590,18, sem stefnandi telur sig eiga
inni. Stefndi hefur mótmælt kröfunni.
1 gögnum málsins kemur fram, að stefnandi fór tvívegis af skipinu
vegna veikinda, í fyrra skiptið hinn 2. nóvember 1964 á Dalvík og í
seinna skiptið 25. nóvember s. á. í Bougie í Afríku.
í málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð:
1. Vottorð......læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, dags.
5. júní 1966, svohljóðandi:
,,G. K-son skipstjóri lá hér dagana 2.—4. nóvember 1964 vegna
myalgia epidemica? (= hvotsótt).“
2. Vottorð frá héraðsspítalanum í Bougie, dags. 25. nóvember 1964,
í þýðingu Magnúsar G. Jónssonar, löggilts skjalaþýðanda í frönsku,
svohljóðandi:
„Ég undirritaður votta, að G. K-son skipstjóri er lagður inn á sjúkra-
húsið í Bougie vegna sjúkleika frá deginum í dag að telja 25. nóvember
1964 á nr. 5920.“
3. Vottorð frá . ..., lækni í Algeirsborg, dags. 2. desember 1964, í
þýðingu Magnúsar G. Jónssonar, löggilts skjalaþýðanda í frönsku,
svohljóðandi:
„K-son skipstjóri — Skoðaður í sáru kasti hinn 1. desember 1964.
Sársauki? ákafur á hjartasvæði, leggur út í vinstri handlegg allt út í
Htlafingur. Þrýstingur eðlilegur 12/9? Púls reglulegur. Engin merki frá
lungnahlustun. Ekkert óeðlilegt í gegnumlýsingu. Hitastig 37, meðan