Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 128
1966
— 126 —
í árslok 44 heimili með 171 barni. Nefndin útvegaði 297 börnum og ung-
lingum dvalarstaði um lengri eða skemmri tíma, ýmist vegna heimilis-
ástæðna eða erfiðleika barnanna sjálfra. Af þeim fóru 21 á einka-
heimili.
Til meðferðar fékk nefndin 8 hjónaskilnaðarmál vegna deilna um for-
ræði barna. Gerði nefndin í því sambandi tillögur um forræði 14
bama. Einnig gerði nefndin í því sambandi tillögur um forræði 4
annarra barna, sem deilt var um. Þá mælti nefndin með 28 ættleiðing-
um á árinu. Nefndin hafði afskipti af 237 börnum á aldrinum 7—16
ára vegna samtals 324 brota hjá 191 pilti og 46 stúlkum. Brotin voru
sem hér segir: Hnupl og þjófnaður 135 (127 hjá piltum og 8 hjá
stúlkum), innbrot 14 (öll hjá piltum), svik og falsanir 5 (3 hjá piltum og
2 hjá stúlkum), skemmdir og spell 50 (öll hjá piltum), flakk og útivist
59 ( 33 hjá piltum, 26 hjá stúlkum), lauslæti og útivist 10 (allt stúlkur),
meiðsl og hrekkir 9 (5 hjá piltum, 4 hjá stúlkum), ölvun 31 (19 hjá
piltum, 12 hjá stúlkum), ýmsir óknyttir 11 (7 hjá piltum, 4 hjá stúlk-
um). Alls var vísað til nefndarinnar málum 606 barna. Kvenlögreglan
hafði afskipti af 83 stúlkum á aldrinum 12—18 ára, aðallega vegna
útivistar, lauslætis, þjófnaðar og áfengisneyzlu.
J. Vinnuheimili SlBS.
Tala vistmannaplássa í ársbyrjun var 97, en í árslok 115. Vistmenn
í ársbyrjun voru 97, en í árslok 115. Á árinu komu 106 konur og 108
karlar, alls 214. Á árinu fóru 92 konur og 104 karlar, alls 196.
Dvalardagafjöldi allt árið var 38974, meðaltalsfjöldi á dag 106,8 og
meðalfjöldi dvalardaga á sjúkling 125,3. Enginn dó á árinu.
Tala rúma jókst um 18. Aukningin stafaði af því, að nauðsynlegt
reyndist að láta 3 dvelja í herbergjum, sem áður hýstu 2, vegna vax-
andi fjölda beiðna um pláss.
Orsakir örorku þeirra, sem innrituðust á árinu, skiptast í eftir-
farandi meginhópa, og er fjöldi í hverjum hópi sem hér segir:
1. Berklaveiki (eða afleiðingar hennar) ........ 18
2. Vefrænir taugasjúkdómar ..................... 50
3. Bæklanir .................................... 42
4. Lungnasjúkdómar (aðrir en berklakyns) ...... 10
5. Hjarta- og æðasjúkdómar...................... 16
6. Gigtsjúkdómar ............................... 29
7. Geðsjúkdómar ................................ 33
8. Ýmislegt .................................... 16
Meðferð í æfingadeild hlutu 194 einstaklingar í alls 8060 skipti.
Meðalfjöldi meðferðarskipta á sjúkling var 41,54.