Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 157
— 155
1966
að hafa haft með sér, en heldur því fram, að það hafi verið til að láta
í skiptum fyrir rygðaða hnífkutann, sem hann sendi í jólapakkanum.
Þriðju skýringuna kemur hann með eða tilbrigði af síðari skýring-
unni, að hann hafi tekið með sér „karton“ af vindlingum af .... og
ætlað að taka með sér hníf til þess að skera það upp, en dottið þá í hug
að hafa þennan hníf með sér til skiptanna eins og áður greinir.
Sé framburður vitna réttur, þá virðist tilgangurinn með förinni á
.... hafa verið nokkuð vafalaus, en Þ. neitar því að hafa ráðizt á
konu sína fyrrverandi, fyrr en hann lagði til hennar endanlega með
hníf, þar sem aftur vitni bera, að hann hafi ráðizt tafarlaust á hana, er
hann varð hennar var, sbr. framburð þeirra í réttarskjölum
Ekkert sérstakt kemur fram við líkamlega athugun, maðurinn er
meðalhár eða tæplega það, gildvaxinn og feitur, frekar hálsstuttur.
Ekkert sérstakt kemur fram á heilariti, sem þó er óverulega frá-
brugðið því, sem venjulegast er að sjá, en með þeim hætti, sem oftast
sést á fólki, sem er mjög spennt og upptekið af því, sem er að ske, eða
þá ,,á verði“.
I viðtali er Þ. mjög kurteis og samvinnufús við rannsóknina og
leggur sig enda mjög í framkróka um að sýna samvinnufúsleika sinn,
svo mjög, að hann gerir það ótrúlegt. Bæði kurteisi hans og samvinnu-
fúsleiki eru, eins og hann sjálfur, spennt og óeðlileg. Er það að vísu
ekki að undra miðað við aðstæður mannsins.
Því er líkt að sjá, að Þ. sé mjög minnugur, þó að ýmis helztu atriði,
sem hann rifjar upp, séu þess eðlis, að ekki er unnt að staðfesta raun-
veruleikagildi þeirra, þar sem um er að ræða hluti, sem fram hafa
farið milli hans og H. heitinnar undir fjögur augu.
Þ. er áttaður á stað og stund og gerir allvel grein fyrir sér. Þó
flækir það greinargerð hans mjög, að í viðleitni sinni til skýrrar frá-
sögu verður hann svo ofurnákvæmur og smámunasamur, að öll mögu-
leg, lítt viðkomandi smáatriði flækjast inn í og gera sögu hans rugl-
ingslega og óskýra. Þetta gildir þó aðeins persónuleg, tilfinningahlað-
in vandamál hans og atriði, sem að þeim snúa, einkanlega þau síðustu
og verstu, en í öðru er hann skýr og glöggur. Ekkert er að finna hjá
honum, hvorki í sögu né við athugun, sem bendi til geðtruflunar,
hvorki óeðlilegrar innhverfi, frekar þvert á móti, né þokuvitundar-
tímabila með óhemjulegum viðbrögðum. Ekki er að finna hjá honum
neinar ranghugmyndir eða nein líkindi til ofskynjunar. Hann hefur
allgott vald á sér, en leggur sig líka mjög fram um það að vera ró-
legur (reynist við það mjög spenntur), hlutlægur í frásögn og mati
á aðstæðum, eins og t. d. þegar hann skýrir frá áliti sínu á tengdamóður
sinni, þótt hann geti engan veginn leynt djúpri óvild sinni, sem kemur
þó meira fram í orðalagi og því, sem hann skýrir frá, en beint í til-
finningablæ hans, sem hann dylur að beztu getu undir háttvísri, „cor-
rect“ framkomu og framsetningu.