Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 163
— 161
1966
verk. Engin ógleði né uppköst, en maðurinn var dál. syfjulegur, og gat
það bent á vægan heilahristing.
Ofarlega á enni vinstra megin voru 2 þverstæðir skurðir, nokkuð
djúpir, ca. 1—2 cm að lengd, og enn var smáskurður á vinstri auga-
brún. Þá var fleiður utanvert á hægra hnélið. Sárin voru hreinsuð og
saumuð og búið um þau.
Maðurinn var látinn liggja í Slysavarðstofunni til hádegis, og var
líðan hans eftir atvikum góð. Þá leyft að fara heim til sín, en sagt að
liggja fyrstu dagana á eftir.
Hann kom aftur í Slysavarðstofuna 22. nóvember, og voru þá saum-
ar teknir og sárin á góðri leið með að gróa. Engar sérstakar kvartanir.
Hann hefur ekki komið oftar til eftirlits í Slysavarðstofuna".
2. örorkumat Páls Sigurðssonar, fyrrverandi tryggingayfirlæknis,
dags. 5. marz 1965, svohljóðandi:
„G. Ó-son, f. 7. ágúst 1927, bifreiðarstjóri, ...., ...., (áður að ....,
Reykjavík), meiddist í bifreiðarslysi að kvöldi hins 15. nóvember 1961.
Samkvæmt frásögn G. og þeim gögnum, sem fyrir liggja, lenti G.
í árekstri með bifreið sína G.... við bifreiðina ö....
Árekstur þessi varð beint fyrir ofan elliheimilið og sjúkrahúsið
Sólvang í Hafnarfirði, að sögn.
G. fór þegar eftir slysið í Slysavarðstofu Reykjavíkur, og var þar
gert að meiðslum hans. Vottorð .... cand. med., sem gerði að meiðsl-
um G., fer hér á eftir. Vottorðið er dags. 12. febrúar 1962:
„SlysavarSstofa Reykjavíkur
Áverkavottorð fyrir G. Ó-son bílstjóra ...., Reykjavík.
Þann 15. nóvember 1961, kl. 10.00, kom G. Ó-son, f. 7. ágúst 1927,
á Slysavarðstofuna í Reykjavík, og hafði, að sögn, verið í bíl, sem lent
hafði í árekstri. Var hann með áverka á enni: Tveir þverskurðir, 1—2
cm langir á enni v. megin, og þriðja skurðinn á v. augabrún. Einnig
var hann með fleiður utanvert á h. hnélið. Kvartaði hann um höfuð-
verk eftir höggið, en hafði ekki misst meðvitund.
Var gert að sárum hans og hann látinn liggja hér í 2 klst. til rann-
sóknar vegna höfuðhöggsins, en þar sem ekki komu önnur einkenni
fram en framangreindur höfuðverkur, var hann sendur heim til sín.
Þann 22. nóvember 1961 kom hann aftur hingað til eftirlits, og
voru þá saumar teknir, en síðan hefur hann ekki komið hingað vegna
framangreinds slyss.
......cand. med. (sign.)“
Sökum þess að hér var um afleiðingar höfuðmeiðsla að ræða,
var talið réttara að fá G. Ó-son athugaðan af sérfræðingi í tauga-
sjúkdómum. Af því tilefni var hann sendur til ...., læknis, en
hann er sérfræðingur í vefrænum taugasjúkdómum...........læknir var