Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 179
— 177 —
196(5
minnst skyldi bera á þessu leiðindaatviki, sem frá sjónarmiði þeirra,
sem þekkja, hvað viðgengst í þessu starfi, hlaut að teljast algjört
hneyksli.
Þegar heim kom, hefur það svo orðið ofan á, að þessum tveimur
flugstjórum var vikið frá starfi eftir nokkrar bollaleggingar, og þá í
formi þess, að þeim var gefinn kostur á því að segja upp starfi. Má
augljóst vera, að F. í. hefur ekki gert það að gamni sínu, þar sem um
tvo úr hópi elztu flugmanna var að ræða, og G. a. m. k. viðurkenndur
traustur flugmaður, sem ekkert sérstakt hafði orðið á. Persónuleg
óvild getur þar vart hafa komið til greina, a. m. k. hefði verið mjög
vafasamt fyrir ráðamenn og enda í hæsta máta að grípa til slíkra
„hefndarráðstafana" í reiði sinni eða óvild, því þarna hefur vafa-
laust verið um mjög verulegt fjárhagstjón að ræða fyrir félagið, þar
sem fullþjálfun tveggja flugstjóra skv. þessum forskriftum hefur
varla kostað að ráði undir hálfri þriðju milljón. Hins vegar munu
reglur um framkomu og aga vera allstrangar í þessu starfi, og mál
þeirr-a, sem gjörst þekkja, að annað eins og þetta hefði hvar sem er
meðal flugfélaga, sem halda vilja virðingu sinni og orðstír, verið brott-
vikningarsök og það óhjákvæmilega. G. tók þessu frá upphafi mjög
illa, en hinn flugstjórinn af meiri stillingu og raunsæi ....
Niðurstaðan varð sú, að þeim flugstjórunum var gefinn kostur á
að segja upp starfi hjá F. 1., og gerðu þeir það. Sneri G. sér að öðrum
störfum hjá fyrirtæki, sem hann átti verulegan hlut í a. m. k., og mun
það hafa gengið mjög sæmilega, svo að honum var enginn beinn félags-
legur eða fjárhagslegur vandi á höndum.
Við missi starfs síns hjá F. f. gekk G. afar illa að sætta sig, sem von
var, sérstaklega samkvæmt fyrri afstöðu hans og skapferli, að hann
væri sem einn elzti og reyndasti flugstjóri þess allt að því „ósnertan-
legur" og allavega með öllu ómissandi þar. Var þetta honum því meira
áfall, hnekkir, vegna þess, hve stórt hann leit á starf sitt og stöðu sína
hjá félaginu.
Það tiltæki G„ sem hér um ræðir, og aðdragandinn að því virðist
byggt á því, að hann hafi „heyrt það utan að sér“, að J. heitinn G-son
hafi átt tillöguna um, að þeim G. og hinum flugstjóranum yrði vikið
frá. Hann minnir helzt, að það hafi verið hinn flugstjórinn, sem sagði
honum frá þessu, en í öðru tilviki, að það hafi verið framkvæmdastjóri
félagsins. Hins vegar mun það upplýst, að þeir G. og J. heitinn hafi
alls engir óvinir verið, áður en þetta bar til, þvert á móti alls ekki
ókunnugir, enda félagsbræður einnig utan starfsins í F. 1. Þrátt fyrir
það mun sú hugsun hafa bitið sig fast í huga G., að J. heitinn ætti
meginsökina á, hve „illa hafi verið með hann farið". Um framhaldið á
þessu máli virðist flest liggja nokkuð ljóst fyrir, því miður. Kemur
það fram þegar í yfirheyrslu 10 tímum eða svo eftir þennan voveif-
lega atburð, að G. ber það, að um nokkuð langt skeið hafi skapazt hat-