Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Side 143
— 141 —
1966
Blönduós. Innlögð mjólk á árinu 3554 tonn með 3,72% meðalfitu.
Mjólkurmagn minnkaði um 3,7% frá árinu áður.
Hofsós. Meðferð mjólkur fer batnandi og eftirlit er strangara. Á
árinu hófst sala á gerilsneyddri mjólk í 1 lítra plastpokum, er reynzt
hafa mjög sæmilega.
Akureyrar. Á árinu seldi Mjólkursamlagið 3976152 1 mjólkur, sem
var 20,4% af mótteknu magni mjólkur. Meðalfitumagn þessarar
mjólkur var 3,973%. 1 1. og 2. flokk fóru 96,23%, en 3. og 4. flokk
3,77%. Af smjöri voru framleidd 444575 kg. Af osti voru framleidd
550593 kg (allar tegundir af osti, innif. mysuostur). Af skyri voru
framleidd 268593 kg. Af rjóma voru framleiddir 167747 1. Enn vantar
allmikið á, að öll mjólk sé seld í flöskum, en það þarf endilega að kom-
ast á sem fyrst.
Húsavíkur. Það vakti athygli mína, þegar ég kom í þennan litla
norðlenzka bæ, að mjólkurdreifing og umbúðir mjólkur eru hér mun
fullkomnari en í höfuðborg landsins. Mjólkin er seld í 10 1 umbúðum,
ferköntuðum kössum, sem fara mjög vel í geymslu, og er auk þess
send heim til þeirra, er þess óska. Virðist mér mjólkin geymast mjög
vel í þessum umbúðum.
Þórshafnar. Ný mjólkurstöð var tekin í notkun á Þórshöfn.
6. Áfengis- og tóbaksnotkun. Áfengisvarnir.
Rvík. Á árinu var selt áfengi úr áfengisútsölum í Reykjavík fyrir
411,8 milljónir króna. Áfengisneyzla landsmanna varð 2,32 lítrar á
mann af 100% alkóhóli. I fangageymslu lögreglunnar við Síðumúla
gistu 6568 manns á árinu, flestir vegna ölvunar. 10 þeirra banaslysa,
sem talin eru undir lið VIIA, má rekja beint til áfengisneyzlu.
Þórshafnar. Áfengis- og tóbaksnotkun er óskaplega mikil, einkum
á Þórshöfn, og ekki örlar á neinum áfengisvörnum.
7. Samkomustaðir og félagslíf.
Akranes. Hótel Akranes hætti störfum og var lokað á árinu.
Þórshafnar. Ekki hefur verið lokið við byggingu Félagsheimilisins
á Þórshöfn vegna fjárskorts. Önnur samkomuhús eru frekar léleg.
Umgengni er ekki góð, og bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Væri
mikil bót að því, að héraðslæknir hefði framkvæmdarvald í málum,
sem snerta heilbrigðismál á hverjum stað.
Vopnafj. Ásigkomulag samkomuhúss í sveitinni þannig, að banna
varð notkun þess til samkomuhalds af heilbrigðisástæðum. Sundlaug
er hér.
Keflavíkur. „Sundhöll staðarins“ hefur á undanförnum árum verið