Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 148

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 148
1966 — 146 — minni í handleggnum en áður var. Kraftar í hendi og fingrum virðast þá ekki óeðlilega minnkaðir, borið saman við vinstri hendi. Hið tiltölulega þykka ör er til lýta á handleggnum, og hef ég ráð- lagt E. að láta skera það burtu síðar, og vænti ég góðs cosmetisks árangurs af því. Varanlegt tjón eða örorku ætti hún ekki að hljóta af slysi sínu.“ Stúlkan var síðan til meðferðar hjá .... [sérfræðingi í skurðlækn- ingum], lækni á Landspítala, og segir hann svo í vottorði 31. október 1962: „E. L., f. 19. 3. 1945, til heimilis að . .. ., Reykjavík, slasaðist að sögn hinn 13. desember 1961, þannig að hurðarhúnn stakkst í olnbogabót hennar, og rifnaði húðin í olnbogabótinni allmikið. Við skoðun í dag sést þykkt, áberandi ör, 12% cm á lengd og rúm- lega 2ja cm breitt, þar sem það er breiðast, neðan við olnbogabót á hægri handlegg. Sjúklingur kvartar um nokkurt máttleysi í handleggn- um og verki í örinu og dofa framan við örið. Ósennilegt er, að ör þetta breytist nokkuð frá því, sem komið er, en til greina kemur að skera það burtu, og mætti þá vænta sæmilegs árangurs, hvað útlit snertir. Ef slík aðgerð færi fram, þyrfti hún helzt að gerast í svæfingu á sjúkrahúsi, og mundi þurfa að hafa gips- umbúðir á handleggnum í hálfan mánuð til þrjár vikur á eftir. Kostn- aður við slíka aðgerð mundi þá greiðast af sjúkrasamlagi“. Stúlkan kom til viðtals hjá undirrituðum 11. nóvember 1963. Hún skýrir frá tildrögum slyssins og meðferð, eins og lýst hefur verið, en því til viðbótar segir hún, að hún hafi legið á Landspítala á s.l. sumri, og hafi þá .... [síðastnefndur sérfræðingur í skurðlækningum] gert aðgerð og numið burtu örið. Hún hafði gips eftir aðgerðina í 1 mánuð. Núverandi óþægindi: Kveðst bólgna upp á hægri handlim við áreynslu. Verkur í handleggnum við átök. Kvartar um dofatilfinningu í hand- leggnum. Skoöun: Hægri handlimur: 16 cm hálfhringlaga ör er rétt neðan við hægri olnbogabót, örið er vel gróið, en nokkuð rautt og alláberandi. Nokkur dofatilfinning virðist í húðinni neðan við örið á þríhymingssvæði, og nær toppur þríhyrningsins niður undir úlnlið. Kraftur í hægri hand- legg er eðlilegur við mælingu. Nokkur hreyfingarminnkun er í hægri olnbogalið, og mælist hreyfing í hægri olnbogalið 170'—50 (vinstri 175—50). Stúlkan segist hafa unnið sumarið 1962 í fiskvinnu, en gat lítið sem ekkert unnið s. 1. sumar vegna aðgerðar þeirrar, er gerð var. Hún er nú í gagnfræðaskóla verknáms. Ályktun: Hér er um að ræða 18 ára gamla stúlku, sem slasaðist fyrir tæpum 2 árum og hlaut þá stóran skurð rétt neðan við olnbogabót, og náði skurðurinn gegnum undirhúð og inn í vöðvalag. Ekki fékk hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.