Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 148
1966
— 146 —
minni í handleggnum en áður var. Kraftar í hendi og fingrum virðast
þá ekki óeðlilega minnkaðir, borið saman við vinstri hendi.
Hið tiltölulega þykka ör er til lýta á handleggnum, og hef ég ráð-
lagt E. að láta skera það burtu síðar, og vænti ég góðs cosmetisks
árangurs af því. Varanlegt tjón eða örorku ætti hún ekki að hljóta
af slysi sínu.“
Stúlkan var síðan til meðferðar hjá .... [sérfræðingi í skurðlækn-
ingum], lækni á Landspítala, og segir hann svo í vottorði 31. október
1962:
„E. L., f. 19. 3. 1945, til heimilis að . .. ., Reykjavík, slasaðist að sögn
hinn 13. desember 1961, þannig að hurðarhúnn stakkst í olnbogabót
hennar, og rifnaði húðin í olnbogabótinni allmikið.
Við skoðun í dag sést þykkt, áberandi ör, 12% cm á lengd og rúm-
lega 2ja cm breitt, þar sem það er breiðast, neðan við olnbogabót á
hægri handlegg. Sjúklingur kvartar um nokkurt máttleysi í handleggn-
um og verki í örinu og dofa framan við örið.
Ósennilegt er, að ör þetta breytist nokkuð frá því, sem komið er,
en til greina kemur að skera það burtu, og mætti þá vænta sæmilegs
árangurs, hvað útlit snertir. Ef slík aðgerð færi fram, þyrfti hún
helzt að gerast í svæfingu á sjúkrahúsi, og mundi þurfa að hafa gips-
umbúðir á handleggnum í hálfan mánuð til þrjár vikur á eftir. Kostn-
aður við slíka aðgerð mundi þá greiðast af sjúkrasamlagi“.
Stúlkan kom til viðtals hjá undirrituðum 11. nóvember 1963. Hún
skýrir frá tildrögum slyssins og meðferð, eins og lýst hefur verið, en
því til viðbótar segir hún, að hún hafi legið á Landspítala á s.l. sumri,
og hafi þá .... [síðastnefndur sérfræðingur í skurðlækningum] gert
aðgerð og numið burtu örið. Hún hafði gips eftir aðgerðina í 1 mánuð.
Núverandi óþægindi: Kveðst bólgna upp á hægri handlim við áreynslu.
Verkur í handleggnum við átök. Kvartar um dofatilfinningu í hand-
leggnum.
Skoöun:
Hægri handlimur: 16 cm hálfhringlaga ör er rétt neðan við hægri
olnbogabót, örið er vel gróið, en nokkuð rautt og alláberandi. Nokkur
dofatilfinning virðist í húðinni neðan við örið á þríhymingssvæði, og
nær toppur þríhyrningsins niður undir úlnlið. Kraftur í hægri hand-
legg er eðlilegur við mælingu. Nokkur hreyfingarminnkun er í hægri
olnbogalið, og mælist hreyfing í hægri olnbogalið 170'—50 (vinstri
175—50).
Stúlkan segist hafa unnið sumarið 1962 í fiskvinnu, en gat lítið
sem ekkert unnið s. 1. sumar vegna aðgerðar þeirrar, er gerð var. Hún
er nú í gagnfræðaskóla verknáms.
Ályktun: Hér er um að ræða 18 ára gamla stúlku, sem slasaðist fyrir
tæpum 2 árum og hlaut þá stóran skurð rétt neðan við olnbogabót, og
náði skurðurinn gegnum undirhúð og inn í vöðvalag. Ekki fékk hún