Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 113
— 111 —
1966
Sérfræðingaleyfi:
1. Guðmundur Árnason, lyflækningar (18. marz)
2. Guðmundur Jóhannesson, kvensjúkdómar og fæðingarhjálp
(31. ágúst)
3. Hrafn Tulinius, líffærameinafræði (29. des.)
4. Jón Þ. Hallgrímsson, kvensjúkdómar og fæðingarhjálp (14. okt.)
5. Jónas Hallgrímsson, líffærameinafræði (3. febr.)
6. Ragnheiður Guðmundsdóttir, augnlækningar (14. okt.)
7. Sæmundur Kjartansson, húð- og kynsjúkdómar (2. febr.)
8. Þórir Helgason, lyflækningar, sérstaklega efnaskiptasj úkdómar
(29. des.)
B. Aðsókn að læknum.
Rvík. Skil á vikuskýrslum versnuðu enn til stórra muna, því að nú
bárust aðeins 946 (946), þrátt fyrir fjölgun lækna í bænum. Hins veg-
ar fækkar heimilislæknum stöðugt, en aðrir læknar telja sér ekki
skylt að senda vikuskýrslur. Ef svo heldur fram sem horfir, verður
bráðlega lítilla upplýsinga hægt að afla um gang farsótta og fleiri
sjúkdóma í héraðinu, og verða þá heilbrigðisskýrslur nokkru ófróð-
legri en áður.
Þingeyrar. Sjúklingatala 1943. Ferðir 39. Vitjanir í skip 18.
Blönduós. Farið í 328 læknisvitjanir. Eins og um getur í fyrri árs-
skýrslum, réð ég mér til aðstoðar stúlku, sem bæði starfar fyrir
sjúkrahúsið sem ritari og rannsóknardama, svo og var hún mér til
aðstoðar á lækningastofu. Hefur hún reynzt mér hin bezta hjálp, ekki
sízt þar sem miklir erfiðleikar eru á að fá hingað aðstoðarlækna. Hefur
nú spjaldskrá sjúklinga verið endurbætt og virðist komin í allgott horf.
Hofsós. Á skrá eru 560 sjúklingar. Ferðir út fyrir Hofsóskauptún
voru 120 á árinu, en vitjanir innan kauptúnsins voru 130.
Grenivíkur. Farnar 68 ferðir.
Breiðumýrar. 280 ferðir, auk ferða í sambandi við ónæmisaðgerðir
og skólaskoðanir.
Þórshafnar. Aðsókn að lækni er mikil. Ferðir alls 74.
Vopnafj. Rúmlega 3000 sjúklingar. Farnar um 350 ferðir.
Noröur-Egilsstaða. Læknarnir á Egilsstöðum hafa fengið snjóbíl, og
lítur út fyrir, að hann ætli að reynast vel.
Hafnar. Ferðir 164, meðalvegalengd um 65 lon.
Hvols. Aðsókn að lækni mjög mikil. Vitjanir 266.
Keflavíkur. Vinnutími og starfsálag hjá hinum þrem praktíserandi
læknum sízt minna en áður.