Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 170
1%G
— 168 —
þau síðan út til Danmerkur og voru þar stríðsárin, en komu svo hingað
aftur um 1946. Var P. þá um 4 ára aldur.
P. getur engin deili sagt nánar á föðurætt sinni, og upplýsingar um
hana er heldur ekki að fá annars staðar. Um móðurættina er ekki
margt vitað. Ekki mun vera þar um neinar alvarlegar geðtruflanir að
ræða, en sérkennilegt fólk þekkist í þeirri ætt, sumt nokkuð treggefið.
P. kippir í það kynið í sjón a. m. k.
P. er þriðji yngstur af sex alsystkinum, en elzt er hálfsystir að móð-
urinni. Systkinin eru að sögn allhraust og engin vandræði með þau að
neinu leyti. Ekki ber á neinni óreglu hjá þeim.
Þegar P. var 5—6 ára, fór hann í sveit til frændfólks síns austur
undir Eyjafjöllum og var þar alveg fram til 10—11 ára aldurs. Ekki
tekst að fá reglulega góðar upplýsingar um, hvers vegna það hafi
verið. Eitthvað er gefið í skyn, að móðirin hafi verið nokkuð „út á
við“, þótt allt hjá henni hafi í öðru sambandi verið talið innan venju-
legustu marka. Undir Eyjafjöllum fékk P. sína fyrstu skólagöngu, í
farskóla í tvo vetur. Þótti fara lítið fyrir afköstum hans þar. Tolldi
hann illa við námið, hverfull og eirðarlaus, auðsjáanlega heldur lítið
gefinn, en árangur hans í náminu þó lakari en sem því svaraði. Eystra
þótti hann ekki slæmur strákur, ekki hrekkjóttur og góður við börn og
málleysingja. Hins vegar þótti hann nijög kærulaus og fiktsamur, og
skemmdust hlutir þá oft í höndunum á honum, hvort sem þeir voru
einskis virði eða verðmætir (mjaltavélar). Þótti hann einnig a. ö. 1.
forvitinn, uppstökkur, skapstór og að öllu samanlögðu heldur erfiður
og ódæll, og varð allt erfiðara, eftir því sem honum óx fiskur um hrygg.
Endaði með því, að þau urðu að gefast upp á honum þar eystra og láta
hann fara. Þótti hann ekki góður á heimili innan um smábörn.
Á því tímabili, sem hann var eystra, skrapp hann alltaf öðru hvoru
í heimsókn í bæinn.
Móðir hans dó 1951, en faðir hans hélt ráðskonu, svo að heimilið
þurfti ekki að sundrast, og fór P. þangað, þegar hann fór að austan,
1—2 árum eftir að móðir hans dó. Faðir hans dó aftur á móti 1960—61,
sennilega úr beinkrabba.
Eftir að í bæinn kom, lauk P. barnaskólanámi, en með litlum glæsi-
brag.
Ekkert sérstakt er að segja um líkamlegan þroska. P. mun hafa
orðið kynþroska á mjög venjulegum aldri, 14—15 ára gamall, eða eitt-
hvað fyrr. Um eða upp úr 16 ára aldri fór hann svo að vera meira og
minna með kvenfólki. Ekki telur hann sig hafa verið neitt yfirtak
mikið upp á kvenhöndina.
Strax eftir fullnaðarpróf fór hann að vinna fyrir sér, fyrst í al-
gjörri lausamennsku, gjarnan í fiskvinnu, en allt var heldur ótryggt
og enda óstöðug vinna.
Fimmtán til sextán ára gamall fór P. svo að stunda sjó, aðallega á