Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 66
1966
64 —
sjávarafurða jókst um 1,6%, iðnaðarframleiðslan um 2,9% og bygg-
ingarstarfsemi og mannvirkjagerð um 10%, en landbúnaðarfram-
leiðslan minnkaði um 2,1%. Innflutningur vöru og þjónustu jókst um
15,8%, en útflutningur um 9,0%. Heildarinnflutningur varð meiri
en heildarútflutningur, þannig að viðskiptajöfnuður varð óhagstæður
um 850 millj. kr., en gjaldeyrisstaða bankanna batnaði eigi að síður
um 3 millj. kr. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 10,6%, tíma-
kaup verkafólks og iðnverkamanna um 19,7% og kaupmáttur tíma-
kaups þar með um 8,2% frá fyrra ári. Vinnufriður hélzt góður. Ráð-
stöfunartekjur verka-, sjó- og iðnaðarmanna hækkuðu um 6,1%, en
17,1% árið á undan. Einkaneyzla að meðtöldum kaupum varanlegra
muna, svo sem bifreiða og að meðtalinni heilbrigðisþjónustu við ein-
staklinga, jókst að magni til um 7,7%, eða um 6,0% á mann. Sam-
neyzlan, þ. e. stjórnsýsla, réttargæzla, menntun og almenn heilsugæzla,
sem hið opinbera lætur í té, jókst um 7,3%. Fjármunamyndun jókst um
16,6% og langmest í iðnaði öðrum en sjávarvöruiðnaði, eða um 40,0%.
Byggingar hins opinbera jukust um 12,4%. Til byggingar sjúkrahúsa
og sjúkraskýla var varið 150,5 millj. kr., og var það 35,4% meira að
magni en árið á undan.1)
II. Framlag ríkis til heilbrigðismála.
1. Heilbrigðismál (12. grein fjárlaga):
Landlæknisembættið ............................ kr. 1.056.747,00
Héraðslæknar .................................... — 12.681.641,60
Heilbrigðisstofnanir ríkisins ................... — 112.574.768,56
Rekstrarstyrkur sjúkrahúsa (annarra en ríkis) — 12.600.000,00
Styrkur til byggingar sjúkrahúsa og læknis-
bústaða ....................................... — 21.134.606,00
Styrkur til heilsuverndarstöðva.................. — 3.975.588,14
Annað ........................................... — 7.357.800,90
Samtals kr. 171.381.152,20
2. Félagsmál (17. grein fjárlaga):
Almannatryggingar (sjúkratryggingar) .......... kr. 147.000.000,00
Ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla .. — 106.475.124,81
Elliheimili, SlBS, slysavarnir, sjúkraflug .... — 2.452.372,00
Rauði krossinn, blindir, heyrnarlausir, fatlaðir,
vangefnir o. fl.............................. — 992.000,00
J) Frá Efnahagsstofnuninni.
Samtals kr. 256.919.496,81
1 og 2 alls kr. 428.300.649,01