Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 158
1966
— 156 —
Hins vegar koma skaplyndi hans og tilfinningaviðbrögð betur fram
í ýmsu, sem kunnugir, hlutlausir aðilar herma um hann, þegar hann
ekki er á ýtrasta verði og gætir sín, og svo ekki sízt í bréfum, sem
hann hefur skrifað til barnaverndarnefndar og til yfirsakadómara
og lýsa svo öfgafullum tilfinningaviðbrögðum, að með ólíkindum má
teljast. Er það talsvert áberandi, hvernig hann getur byrjað bréfin
rólega og formlega, en skrifað sig upp í tilfinningahita og allt að því
heift, og ryður úr sér rætnum fúkyrðum og aðdróttunum, sem virðast
óskemmtilegur vottur um viðbragðshætti hans, jafnvel þótt einhver
fótur væri fyrir þeim öfgafulla áburði, sem kemur þar fram. Á þetta
sér í lagi við um síðara bréfið, sem stílað er til yfirsakadómara. Þessi
öfgafullu tilfinningaviðbrögð koma líka fram í því, að hann gleymir
frá einum tíma til annars þeim viðhorfum, sem hann læzt hafa til
fólks og málsatvika. Talar hann í fyrra bréfinu um sína ágætu konu,
sem hafi orðið betri kona, traustari og tryggari í vitundinni um „líf-
emi“ móður sinnar. í síðara bréfinu neðan við miðja næstsíðustu
blaðsíðu er hann hins vegar þess fullviss, að tiltekinn atburður að
viðbættu „hinu ofsafengna lauslæti móður hennar, sem hún gat ekki
annað en vitað um“ hafi valdið „geðtruflunum elztu dótturinnar" (sic).
Til þess að fá nokkru fjölbreyttari mynd af flóknum persónuleik Þ.
og óvenjulegum eru gerðar á honum sálfræðilegar prófanir (. ... sál-
fræðingur).
Greindarpróf Wechslers fyrir fullorðna leiðir í ljós góða greind. T)t-
koman úr prófinu sýnir vísitölu 114, en er sennilega nær lagi einum
10 stigum hærri, þar sem tilfinningar og aðstæður verka vafalaust
truflandi á greindarnýtingu, og bendir misræmi milli einstakra þátta
prófsins einnig í þá átt.
Ýmislegt í prófinu bendir til þess, að við tilfinningaspennu muni
hann geta átt erfitt með að draga réttar ályktanir og hafa tilhneigingu
til að rasa um ráð fram, einkum er varðar persónuleg mál. Hlutbundin
skynjun og dómgreind um ópersónulega hluti virðist hins vegar í full-
komnu lagi. Oft leitast hann við að gefa svo fullkomin svör, að stund-
um sér hann ekki einföldustu lausn eða svör fyrir smáatriðum, sem
hann kann góð skil á, einkum er varðar lögfræðileg atriði. Framsetn-
ing hans er þá stundum flókin og ruglingsleg og skýringar hans lang-
sóttar, a. m. k. í eyrum ólöglærðs manns. Útkoma í persónuleikaprófi
(MMPI) bendir til allverulega afbrigðilegrar persónugerðar, sem
kunni að stafa af helztu einkennum og tilhneigingum, t. d. árásargirni.
óstöðugri geðstjórn, sektarkennd, ofdrykkju, óþroskuðu tilfinningalífi.
Svona einstaklingar, þ. e. með svona útkomu úr prófinu, eru oft
ábyrgðarlausir, kröfuharðir við aðra, sjálfselskir, hvatráðir. Spenna
er mikil, kvíðaþol lágt. Sjálfsmorðstilraunir eru ekki óalgengar. Sér-
staklega eru líkindi til þess, að þessir einstaklingar séu háðir maka,