Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 119
— 117 —
1966
vísu, og þar eð það virðist mestu valda um magn þessara efna, hvernig
loga er sviðið við, var lögð nokkur áherzla á að kanna áhrif svíðingar-
innar á magn þessara efna. Lokið var við rannsókn á lambahausum
sviðnum við margs konar loga. Einnig var haldið áfram að rannsaka
polycyklisk kolvatnsefni í ýmiss konar reyktum mat. Taflan gefur til
kynna í stórum dráttum niðurstöður þessara rannsókna. Sýnt er magn
3:4 benzpyrene, sem er einhver skæðasti krabbameinsvaldur í þessum
efnaflokki.
Fæðutegund Meðhöndlun 3:4 benzpyrene
Áll Reyktur, hrár 1
Rauðmagi Reyktur ekki mælanlegt
Silungur Reyktur við Mývatn 0.6
Kindabjúgu Reykt í Reykjavík, hrá, án garnar ekki mælanlegt
Kindabjúgnagörn Reykt í Reykjavík, hrá örlítið
Hrossabjúgu Reykt í Reykjavík, hrá, án garnar örlítið
Hrossabjúgnagörn Reykt í Reykjavík, hrá 5
Lambaket Reykt í Reykjavík, hrátt 2
Lambaket Reykt í sveit í grisju, hrátt 23
Hrossaket Reykt í sveit 1
Lambahausar Sviðnir við olíu, hráir 28
Lambahausar Sviðnir við olíu, soðnir 10
Lambahausar Sviðnir við kol, hráir 21
Lambahausar Sviðnir við kol, soðnir 9
Lambahausar Sviðnir við logsuðugas, hráir 1
Lambahausar Sviðnir við logsuðugas, soðnir örlítið
Lambahausar Sviðnir við propangas, þíðir, hráir örlítið
Lambahausar Sviðnir við propangas, frystir, hráir ekki mælanlegt
Fuglar Sviðnir við kol, soðnir eða hráir 60
Fuglar Sviðnir við spýtur og tað, hráir 36
Fuglar Sviðnir við propangas ekki mælanlegt
Ljóst er af töflunni, að langminnst er af polycykliskum kolvatns-
efnum í þeim mat, sem sviðinn er við propangas, hvort sem það eru
fuglar eða hausar. Virðist í fljótu bragði sem þarna sé aðferð, sem sé
langtum hollari heldur en að svíða við kol eða olíu. Ekki er þó unnt að
fullyrða, nema einhverjir aðrir flokkar krabbameinsvalda kunni að
finnast í sviðum sviðnum við propangas, eins og t. d. aza heterocyklisk
efni, sem sum hver geta orsakað krabbamein. Líkur benda þó til þess,
að sá efnaflokkur sé miklu síður í propangas-sviðnum sviðum en svið-
um sviðnum við einhvern óhreinni loga, en um það skal ekki fullyrt
að lítið rannsökuðu máli.
Greining veirusótta í mönnum.
Á árinu bar mjög lítið á veirusóttum. Sjúkrahús og héraðslæknar