Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 132
— 130 —
1966
4. Eftirlit með lyfjum, er fyrn&st við geymslu. Ófullnægjandi eftirlit
með lyfjum þessum gaf tilefni til smávægilegra athugasemda í 19
lyfjabúðum.
Bækur og færsla þeirra: Fyrirskipaðar bækur, sbr. 6. gr. augl. nr. 197
19. sept. 1950, voru yfirleitt sæmilega færðar, en í öllum lyfjabúðunum,
utan 5, gaf þó ónákvæmni í færslum, oftast smávægileg, tilefni til at-
hugasemda. I tveim lyfjabúðum var fundið að langvinnum trassaskap
í færslu vörukaupaskrár.
Ný lyfjaskrá, reglugerðir o. fl.: Með tilskipun nr. 86 1965, um setn-
ingu nýrrar lyfjaskrár, var hin danska útgáfa norrænu lyfjaskrárinnar
1963 ásamt breytingum, Pharmacopoea Nordica 1963, Editio Danica,
Volumen I—IV og Addendum, löggilt til notkunar hér á landi. Með aug-
lýsingu nr. 145 1965 var danska lyfseðlasafnið frá 1963, Dispensatorium
Danicum 1963, löggilt sem lyfseðlasafn á íslandi. Á sama hátt var
lyfseðlasafn danska lyfsalafélagsins, DAK-præparater 1963, 8.
útg. 1965, með viðbótum, löggilt til notkunar sem lyfseðlasafn á Is-
landi með auglýsingu nr. 224 1965. Hinn 1. júlí 1966 gekk í gildi ný
reglugerð nr. 30 16. maí 1966, um gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja. I
tilefni gildistöku nýrrar lyfjaskrár (og lyfseðlasafns) var birt aug-
lýsing nr. 31 1966 til lækna (dýralækna, tannlækna) og lyfsala, þar sem
vakin er athygli á helztu breytingum, er einkum varða ávísanir á lyf.
Hinn 1. janúar 1967 gekk í gildi ný reglugerð nr. 242 1966, um lyf og
læknisáhöld í íslenzkum skipum.
Notlcun ómengaðs og mengaðs vinanda: Samkvæmt upplýsingum
Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins öfluðu lyfjabúðirnar sér neðan-
greindra áfengislyfja á árinu, svo sem hér segir:
1966 1965 1964
Alcohol absolutus 7 kg 5,5 kg 1 kg
Spiritus alcoholisatus 1984 — 1804,5 — 2017 —
acidi borici 81 — 49 109
— bergamiae 253 — 295 — 293 —
— denaturatus 11764 — 11597 11608
— lavandulae 72 — 39 — 63 —
— mentholi 2257 — 1543 1373
Glycerolum 1 + Spiritus alcoholisatus 2 .. 750 — 669 — 714 —
Aether spirituosus 340 — 457 — 562 —
— — camph 74 — 73 — 66 —
Tinctura pectoralis 2702 — 2384 — 2336 —
Sala mentólspíritus jókst enn á árinu til muna, eða um 46,3% miðað
við árið 1965, en vitað er, að meginhluti þessa áfengis fer til drykkjar.
Með þetta í huga er þeim mun athyglisverðara, að 36% af heildarsölu
mentólspíritus á öllu landinu rennur úr einni lyfjabúð höfuðstaðarins.