Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 172
1966
— 170 —
getur, en það getur ekki verið, því eins og þegar er getið, kom enginn
læknir til hans.
Segir P. svo frá, að fyrri hluta laugardagsins hafi hann ætlað rétt
að „smá-snapsa“ sig heima, en svo komu einhverjir kunningjar til
hans. Var hann ekki mikið drukkinn, þegar þeir komu um 6-leytið, þótt
hann hefði verið að „sulla“ eitthvað frá því um klukkan eitt. Skrapp
hann út með þeim, en kom aftur um kl. átta og var þá orðinn mjög
drukkinn, enda segja félagar hans frá því, að hann muni hafa drukkið
óblandað romm. Segir kona P., að hann hafi verið mjög drukkinn, er
hann kom heim, og í heldur æstu skapi, en fór þó fljótlega að hátta.
Sagði konan honum, að hún ætlaði að skreppa út, en raunverulega
ætlaði hún að sjá, hvort hann róaðist þá ekki og sofnaði. Eftir 15—20
mínútur, að því er hún telur, kom hún aftur og þá við þær aðstæður,
er um getur í málskjölum.
Rannsóknir á stúlkubarninu og P. sjálfum eftir á taka af öll tví-
mæli um, hvað skeð hefur. Hringdi konan þegar í stað í lögregluna frá
nágrönnum sínum, en þorði ekki að fara í íbúðina, af því að hún var
hrædd við ofstopalund P. við vín. Er að sjá, að rúmar 40 mínútur (40
—45) hafi liðið, frá því er hún fór út, þangað til lögregluþjónar komu
á staðinn að beiðni hennar. Voru þau stundarkorn að komast inn í
íbúðina. Enginn anzaði dyrabjöllu, og þau gátu ekki komizt inn með
smekkláslykli, og mun lásinn hafa verið læstur að innan. Þegar svo
eftir nokkurt stapp var kallað inn um gluggann á íbúðinni, var svarað,
og P. kom fram að vörmu spori. Hann hafði greinilega þrifið einhver
föt í flýti, skyrtu og buxur, en var nærfatalaus innan undir. Var hann
alláberandi ölvaður. Talaði hann þá um, að þau hjónin hefðu rifizt og
konan farið út þess vegna, en eftir á kannast hvorugt þeirra við neitt
slíkt.
Eins og málin liggja fyrir, er rétt hugsanlegt, að P. hafi sofnað
milli þess, að konan sá til hans inn um gluggann „in flagrante“. og
þangað til lögregluþjónar kölluðu hann upp. Kunna að hafa liðið a. m. k.
röskar 30—35 mínútur þarna á milli, jafnvel eitthvað meira, eftir
því hvað viðbrögð lögreglunnar hafa verið skjót. A. m. k. virtist stúlku-
barnið sofnað, þegar komið var inn í íbúðina, og var það þó það, sem
orðið hafði fyrir því hnjaski, að það var volandi undan (sbr. lögreglu-
skýrslu frá kl. 22,15 13. janúar 1968 og endurrit úr sakadómsbók
bls. 5 miðri), svo væntanlega hefði mjög ölvaður maður getað sofnað
líka á því tímabili, jafnvel föstum svefni, en eðli málsins samkvæmt
verður náttúrlega ekkert fullyrt um þetta.
Þegar farið er að yfirheyra P., segist hann muna það óljóst, að hann
hafi farið frá kunningjum sínum um kl. 20 um kvöldið og ætlað heim,
— heimkomuna mjög óljóst og ekkert annað, þangað til lögregluþjón-
arnir hugsanlega vekja hann með köllum 40—50 mínútum síðar. Segist
P. hafa vaknað við köllin í rúmi sínu og snarað sér í einhver föt.