Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 99
— 97 —
1966
að notað var trichlor til blettahreinsunar, og1 var varað við slíku,
sérstaklega með hliðsjón af því, að þessum starfsmönnum er hætt
við að verða lyktarlausir á efnið. f málmiðnaði voru rannsakaðir menn,
sem höfðu með höndum rafsuðu, en allir reyndust svo vel varðir með
hlífum, að ekki kom að sök. Þrír skrifstofumenn komu vegna húðút-
brota í andliti, sem reyndist vera ofnæmi fyrir sérstakri tegund af
»kópíu“-pappír, og er á það var bent, var hætt að nota þann pappír
með þeim árangri, að einkenni hurfu.
Akureyrar. Engar skýrslur hafa mér borizt frá læknum um atvinnu-
sjúkdóma, en eflaust er þó nokkuð um þá, einkum um eczema í sam-
bandi við hreinsunarefni, svo og gerviefnafatnað.
F. Fötlun.
Töflur XV, XVI.
1. Fávitar. 2. Daufdumbir. 3. Málhaltir. 4. Heyrnarlausir. 5. Blindir.
Fávitar eru taldir 526, daufdumbir 86, málhaltir 86 (vantar úr
Reykjavík), heyrnarlausir 234 og blindir 262. í Heyrnleysingjaskól-
anum í Reykjavík voru 29 nemendur skólaárið 1966—1967.
G. Ýmsir sjúkdómar.
Hér verður aðeins birt skýrsla um augnlækningaferðalög og augn-
sjúkdóma, er augnlæknar fundu á ferðum sínum.
Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar um
landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson, augn-
læknir í Reykjavík, um Vesturland, Helgi Skúlason, augnlæknir á Ak-
ureyri, um Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlæknir í Reykjavík,
um Austfirði og Hörður Þorleifsson, augnlæknir í Reykjavík, um Suður-
land.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar:
h Kristján Sveinsson.
Eins og undanfarin ár kom til mín margt af fólki á öllum aldri, þó
tiltölulega flest úr yngstu og elztu aldursflokkunum, enda á það erfiðast
uieð lengri ferðalög. 1 þessu ferðalagi fann ég 5 nýja glákusj úklinga,
auk þess komu 58 eldri þekktir glákusjúklingar til eftirlits, enda nauð-
synlegt að fylgjast vel með þessum sjúklingum. Til cataractasjúklinga
eru þeir taldir, sem vegna ógagnsæis í augasteininum hafa minni sjón