Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 107
— 105 —
1966
VIII. Skólaeftirlit.
Tafla X, a og b.
Skýrslur um skólaeftirlit bárust ekki úr eftirtöldum héruðum: Reyk-
hóla, Flateyíjar, Patreksfj., Súðavíkur, Djúpavíkur, Hólmavíkur, Nes,
Hellu og Hveragerðis. Skýrslur um barnaskóla taka til 25556 barna,
og gengu 22246 þeirra undir aðalskólaskoðun. Tilsvarandi tölur í gagn-
fræðaskólum eru 11121 og 8756 og í menntaskólunum fjórum, Kenn-
araskóla Islands og Verzlunarskóla Islands 2855 og 2600. Skólahjúkr-
unarkonur unnu við 14 skóla utan Reykjavíkur, og skólatannlækning-
ar fóru fram í 26 skólum utan borgarinnar.
Rvík. Skólar teknir í notkun á árinu: 4 kennslustofur, söngstofa og
heilsugæzlustofa í Álftamýrarskóla. Allveruleg aukning kennsluhús-
næðis í Hvassaleitisskóla. 3 kennslustofur í gamla Búnaðarfélagshús-
inu handa Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.
Akranes. Auk almennrar skólaskoðunar að hausti hafði ég viðtals-
tíma 1 sinni í viku í barnaskóla Akraness. Heimavistarskólinn að
Leirá, sem er nýbyggður, er þegar of lítill.
Stykkishólms. Skólahúsnæði í Stykkishólmi er nú orðið allt of lítið,
svo að margsetja verður í skólastofurnar, en það veldur auknu álagi á
börnin við námið, og er lítill vafi á, að það veldur meiri þreytu hjá
börnunum en ella og þá væntanlega lélegri námsafköstum. Hafinn er
nú undirbúningur að byggingu nýs skólahúss til viðbótar því, sem
fyrir er. Á þessu ári starfaði í Stykkishólmi tannlæknir 3 vikur á
vegum skólans.
Búóardals. Aðeins einn af hinum gömlu barnaskólum í sveitum sýsl-
unnar starfar enn og að líkindum sitt síðasta skólaár. Að öðru leyti
hefur heimavistarskólinn að Sælingsdalslaug tekið við hlutverki þessara
skóla. Húsnæði og kennsluaðstaða hafa gjörbreytzt til batnaðar.
Blönduós. Sumarið 1965 var hafin bygging barna- og unglingaskóla
ásamt heimavist að Reykjum við Reykjabraut. Standa 6 hreppar hér-
aðsins að þessari byggingu. Er að vænta, að með tilkomu þessa skóla
sé varanleg lausn fengin á barna- og unglingafræðslu héraðsins. Á
árinu var framkvæmdum áfram haldið, og vonir standa til, að skólinn
geti tekið til starfa að einhverju leyti haustið 1969.
Dalvíkur. I Árskógshreppi var unnið við íbúðarhús fyrir skólastjóra
og heimavist fyrir nemendur í Árskógi.
Grenivíkur. Lýsisgjafir eru í skólunum.
Húsavikur. Það vakti sérstaka athygli mína við skólaskoðun, hvað
ástand tanna skólabarna hér á Húsavík er lélegt.
Vopnafj. Hið nýja skólahús í kauptúninu er enn í smíðum.
Norður-Egilsstaóa. Tveir hreppar úr Norður-Egilsstaðahéraði hafa