Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 151
— 149 —
1%6
Beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Telur læknaráð, að eðlilegt hafi verið eftir aðstæðum að gera
aðgerð þá á nefndum sjúklingi, sem framkvæmd var í sjúkrahúsinu?
2. Telur ráðið tilhlýðilega háttsemi hins ábyrga læknis í sambandi
við aðgerðina?
Samþykkt var með 8 samhljóða atkvæðum að svara spurningunum
á þessa leið:
Ad 1: Aðgerð sú, er hér um ræðir, var tvíþætt, annars vegar kvið-
rista og athugun líffæra kviðarhols, hins vegar brottnám legs.
Þeir sérfræðingar, sem leitað hefur verið álits hjá, eru sammála
um nauðsyn fyrri hluta aðgerðarinnar, en greinir á um framhaldið.
Við könnun sérfræðirita í læknisfræði kemur í Ijós, að sjúkdóms-
fyrirbæri sem þetta er mjög sjaldgæft. 1 ritgerð, sem fjallar um þetta
efni, er því lýst, að sams konar aðgerð hefur verið gerð í hliðstæðum
sjúkdómstilfellum (Obstetrical and Gynecological Survey, 1956, Vol.
11, bls. 311—332. R. E. L. Nesbitt & G. W. Corner).
Að þessu athuguðu verður ekki talið, að aðgerð sú, er hér um ræðir,
hafi verið óeðlileg, eins og á stóð.
Ad 2: Sýni til sýklarannsóknar var ekki tekið í sambandi við að-
gerðina eða að henni lokinni.
Líffæri það, sem tekið var, var ekki sent til vefjarannsóknar fyrr en
6 dögum eftir aðgerð.
Að þessu leyti telur ráðið, að háttsemi hins ábyrga læknis hafi ekki
verið tilhlýðileg miðað við venjur lækna í starfi.
4/1968
Saksóknari ríkisins hefur með bréfi, dags. 9 apríl 1968, leitað um-
sagnar læknaráðs í hæstaréttarmálinu nr. 3/1968: Ákæruvaldið gegn
Þ. A-syni.
Málsatvilc eru þessi:
Að morgni hins 7. janúar 1967 kom ákærður í máli þessu, Þ. A-son,
...., Reykjavík, á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar, H. Z., ... .,
Reykjavík. Hann var undir áhrifum áfengis. Heimsókn þessari lauk
með því, að ákærður varð fyrrverandi konu sinni að bana með hnífs-
stungu.
Ákæra í málinu var gefin út af saksóknara ríkisins 19. maí 1967 og
dómur kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur 30. október 1967. Var
ákærður dæmdur í 16 ára fangelsi.
Undir rannsókn málsins í héraði fór fram geðheilbrigðisrannsókn
á ákærðum, og var hún framkvæmd af Þórði Möller yfirlækni á
Kleppsspítala. Skýrsla hans er dagsett 12. maí 1967 og hljóðar svo:
„Beðið er um rannsókn á geðheilbrigði Þ. A-sonar .... hér í borg,