Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 150
19Gfi
— 148
ber 1968 og því annaðhvort um að ræða misheyrn eða misritun undir-
ritaðs eða það, að stúlkan hafi skýrt rangt frá fæðingarári sínu. At-
hyglisvert er, að sama fæðingarár kemur fram bæði í vottorði ....
læknis og .... læknis [fyrrnefndra sérfræðinga í skurðlækningum].
Ég tel hins vegar, að þessi skekkja skipti ekki máli við ákvörðun
örorkumatsins, og tel því ekki af þeirri ástæðu þörf á að gera nýtt mat.
Hvað því viðvíkur, að lögfræðingurinn óskar eftir nánari greinar-
gerð fyrir hækkun örorkumats úr 5%, í 10%, þá tel ég, að rökstuðning-
ur fyrir hækkuninni komi fram í örorkumati frá 24. marz 1965, og
hef engu við að bæta, sem þar er sagt“.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er álits á því:
1. Hvort E. S. L. hafi hlotið varanlega örorku af völdum slyss þess,
er hún varð fyrir hinn 13. desember 1961 og í málinu greinir.
2. Hverju nemi varanleg örorka E. S. [L.], ef því er að skipta.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1: Já.
Ad 2: Læknaráð fellst á síðara örorkumat Páls Sigurðssonar trygg-
ingayfirlæknis frá 24. marz 1965.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 22. febrúar
1968, staðfest af forseta og ritara 11. marz s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi Hæstaréttar 1. apríl 1968 voru borgarstjórinn í Reykja-
vík f. h. borg-arsjóðs og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs dæmdir til að gTeiða
E. S. L. óskipt kr. 78.590,>00 með 7% ársvöxtum frá 13. desember 1961 til 1.
janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum
frá þeim degi til greiðsludags.
Gjafsóknarkostnaður skyldi greiðast úr ríkissjóði, þar með talinn málflutnings-
laun skipaðs talsmanns E. S. L. í héraði og skipaðs talsmanns fyrir Hæstarétti,
kr. 18.000,00 til hvors.
Sök var skipt þannig, að E. S. L. var látin bera tjón sitt að hálfu.
Tveir dómendur skiluðu sératkvæði.
3/1968
Dómsmálaráðuneyti hefur með bréfi, dags 14 nóvember 1967, leitað
umsagnar læknaráðs vegna meðferðar sjúklingsins S. E.-dóttur, sem
lá í Landakotsspítala dagana 6.—30. september 1967.
Eftir að siðamáladeild hafði fjallað um málið skv. 3. gr. og 2. mgr.
6. gr. reglugerðar nr. 92/1942 um starfsháttu læknaráðs, var málið
tekið fyrir á fundi ráðsins hinn 30. apríl 1968.