Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 177
175
196G
og var í siglingum m. a. í báðum heimsstyrjöldum, en hætti siglingum
eftir þá síðari. Var hann talsverður drykkjumaður, og varð það þeim
hjónum að skilnaði árið 1934. Þrátt fyrir allt komst bernskuheimili
G. nokkurn veginn af, var auðvitað nokkuð þröngt í búi á kreppu-
árunum eins og víðar, en hafði þó sæmilega fyrir sér.
Ekki er vitað um neina sérstaka sjúkdóma í ættum þessum, en lítið
er að vísu vitað um ætt A. F.-sen. Hann dól í október 1960, en M.
árið 1963.
Systkinin eru 7, öll á lífi og hraust. Hafa þau yfirleitt komið sér vel
áfram og sum enda ágætlega. Ekki er vitað um neina vanheilsu í hópi
þeirra. Yngsti bróðirinn varð fyrir alvarlegu höfuðslysi fyrir nokkr-
um árum, en óvíst er, að hann hafi breytzt teljandi við það.
G. byrjaði á unga aldri sem sendill í S. 1. S., en fór síðan í innheimtu-
deild. Kom hann sér yfirleitt vel, þótti hæglátur og gæflyndur. Þegar
hann hafði aldur til, fór hann í Samvinnuskólann og lauk honum 1941.
Eftir það var hann túlkur hjá brezka setuliðinu, en síðan við störf í
heildverzlun hér í borg. Árið 1944 fór hann svo að læra flug og fór
ásamt hópi annarra íslendinga til Winnipeg þeirra erinda, en fljótlega
þaðan til Spartan School of Aeronautics í Tulsa, Oklahoma. Var hann
annar tveggja úr hópi, sem fyrstir luku námi. Fór hann heim fljót-
lega og stundaði fyrst flugkennslu um tíma, en réðst brátt til Flug-
félags Islands og hefur starfað þar síðan, þangað til þau atvik bar að
höndum, er urðu aðdragandi að þeim voveiflegu tíðindum, er leitt hafa
til þess, að nauðsynlegt hefur þótt, að þessi geðrannsókn færi fram.
Árið 1949 kvæntist G. núverandi konu sinni, og hafa þau átt 4 börn,
auk þess sem dóttir hennar hefur alizt upp hjá þeim. Hefur sambúðin
verið algjörlega snurðulaus og samstaða fjölskyldunnar hin bezta.
G. segist ekki hafa smakkað vín fyrr en eftir tvítugt, og fyrst er
hann var við störf í heildverzlun, eins og áður er getið. Segist hann
aldrei hafa látið það trufla vinnu, hvorki þá né síðar. Ekki hefur heldur
verið unnt að afla upplýsinga, er hreki þessa staðhæfingu. Segir G., að
hann hafi aldrei drukkið nema kvöldið og fram eftir nóttu, aldrei
daginn eftir. Yfirleitt segist hann ekki hafa drukkið mikið, þ. e. a. s.
orðið mikið drukkinn, þó það hafi að vísu borið við. Aldrei segist hann
hafa drukkið sig ofurölvi eða „dauðan“.
Þó að áfengisneyzla hans hafi ekki verið meiri en þetta, er hann á
því, að síðustu árin hafi minni farið að verða nokkuð óljóst um það,
sem skeði undir áfengisáhrifunum. Hann er líka á því, að undanfarið
hafi hann haft öllu lélegra taumhald á skapi sínu, þegar hann hefur
verið undir áhrifum áfengis, en áður hefur verið.
G. á marga kunningja, bæði í hópi starfsbræðra sinna og ýmsa
aðra, að því er hann segir, og séu það yfirleitt heimilisfeður, er gæti
heimila sinna óaðfinnanlega.
Svo er að sjá, að G. hafi alltaf þótt nokkuð sjálfsöruggur og enda