Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Síða 177

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Síða 177
175 196G og var í siglingum m. a. í báðum heimsstyrjöldum, en hætti siglingum eftir þá síðari. Var hann talsverður drykkjumaður, og varð það þeim hjónum að skilnaði árið 1934. Þrátt fyrir allt komst bernskuheimili G. nokkurn veginn af, var auðvitað nokkuð þröngt í búi á kreppu- árunum eins og víðar, en hafði þó sæmilega fyrir sér. Ekki er vitað um neina sérstaka sjúkdóma í ættum þessum, en lítið er að vísu vitað um ætt A. F.-sen. Hann dól í október 1960, en M. árið 1963. Systkinin eru 7, öll á lífi og hraust. Hafa þau yfirleitt komið sér vel áfram og sum enda ágætlega. Ekki er vitað um neina vanheilsu í hópi þeirra. Yngsti bróðirinn varð fyrir alvarlegu höfuðslysi fyrir nokkr- um árum, en óvíst er, að hann hafi breytzt teljandi við það. G. byrjaði á unga aldri sem sendill í S. 1. S., en fór síðan í innheimtu- deild. Kom hann sér yfirleitt vel, þótti hæglátur og gæflyndur. Þegar hann hafði aldur til, fór hann í Samvinnuskólann og lauk honum 1941. Eftir það var hann túlkur hjá brezka setuliðinu, en síðan við störf í heildverzlun hér í borg. Árið 1944 fór hann svo að læra flug og fór ásamt hópi annarra íslendinga til Winnipeg þeirra erinda, en fljótlega þaðan til Spartan School of Aeronautics í Tulsa, Oklahoma. Var hann annar tveggja úr hópi, sem fyrstir luku námi. Fór hann heim fljót- lega og stundaði fyrst flugkennslu um tíma, en réðst brátt til Flug- félags Islands og hefur starfað þar síðan, þangað til þau atvik bar að höndum, er urðu aðdragandi að þeim voveiflegu tíðindum, er leitt hafa til þess, að nauðsynlegt hefur þótt, að þessi geðrannsókn færi fram. Árið 1949 kvæntist G. núverandi konu sinni, og hafa þau átt 4 börn, auk þess sem dóttir hennar hefur alizt upp hjá þeim. Hefur sambúðin verið algjörlega snurðulaus og samstaða fjölskyldunnar hin bezta. G. segist ekki hafa smakkað vín fyrr en eftir tvítugt, og fyrst er hann var við störf í heildverzlun, eins og áður er getið. Segist hann aldrei hafa látið það trufla vinnu, hvorki þá né síðar. Ekki hefur heldur verið unnt að afla upplýsinga, er hreki þessa staðhæfingu. Segir G., að hann hafi aldrei drukkið nema kvöldið og fram eftir nóttu, aldrei daginn eftir. Yfirleitt segist hann ekki hafa drukkið mikið, þ. e. a. s. orðið mikið drukkinn, þó það hafi að vísu borið við. Aldrei segist hann hafa drukkið sig ofurölvi eða „dauðan“. Þó að áfengisneyzla hans hafi ekki verið meiri en þetta, er hann á því, að síðustu árin hafi minni farið að verða nokkuð óljóst um það, sem skeði undir áfengisáhrifunum. Hann er líka á því, að undanfarið hafi hann haft öllu lélegra taumhald á skapi sínu, þegar hann hefur verið undir áhrifum áfengis, en áður hefur verið. G. á marga kunningja, bæði í hópi starfsbræðra sinna og ýmsa aðra, að því er hann segir, og séu það yfirleitt heimilisfeður, er gæti heimila sinna óaðfinnanlega. Svo er að sjá, að G. hafi alltaf þótt nokkuð sjálfsöruggur og enda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.