Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 149
147
1966
neina sköddun á stærri taugum eða æðum. Gerð var aðgerð á s.l. sumri
til að reyna að minnka örið, en þrátt fyrir það er það allmikið áber-
andi og nokkur óþægindi í handleggnum, einkum dofatilfinning í húð,
þreyta og stirðleiki í olnbogalið.
Þess er ekki að vænta, að breyting verði á þessu ástandi héðan af,
og er því tímabært að meta telpunni varanlega örorku vegna þessa
meiðslis, og telst sú örorka hæfilega metin 5%“.
Hin tilvitnuðu læknisvottorð þeirra .... og ...., sem báðir eru
sérfræðingar í skurðlækningum, liggja fyrir í málinu.
Sami læknir mat örorku slösuðu á ný í bréfi til lögmanns stefnanda,
dags. 24. marz 1965, svohljóðandi:
„Ég vitna til örorkumats míns 16. nóvember 1963 og þeirra upp-
lýsinga, sem þar eru um sjúkdóm og meðferð þessarar stúlku.
Hún kom til viðtais hjá mér hinn 10. marz 1965. Hún skýrir frá
því, að hún hafi verið í skóla árið 1963 til 1964, en síðan unnið í síld
sumarið 1964, en um litla vinnu var að ræða, þar eð hún var á síldar-
söltunarstöð, þar sem lítið barst að. Síðan hefur hún unnið ýmsa vinnu
t. d. í bókbandi, í brauðbúð og vinnur nú í fiski.
Núverandi óþægindi: Hún kvartar um sífellda verki í hægri hand-
legg öllum, segist þreytast fljótt við alla vinnu og hafa verki eftir
vinnu. Kveðst bólgna upp á handlegg og hönd eftir áreynslu. Kvartar
einnig um dofatilfinningu í húðinni á hægri framhandlegg og niður
undir höndina. Kvartar einnig um kulsækni á handleggnum og fram
í höndina, t. d. við vinnu, eins og hún vinnur núna.
Við skoðun er að finna svipað ástand og var við skoðunina í nóv-
ember 1963. örið í olnbogabótinni er þó enn meira áberandi en undir-
ritaður hefði vænzt, það er allbreitt, nokkuð þykknað og rauðbláleitt.
Hreyfing, kraftur og tilfinning eru óbreytt frá því, er var við fyrri
skoðun.
Ályktun: Stúlkan ber meiri menjar slyssins, sem hún hlaut 13. des-
ember 1961, en gert var ráð fyrir í örorkumati undirritaðs 16. nóvem-
ber 1963. Einkum er örið mun meira áberandi og óþægindi meiri en
undirritaður hafði gert ráð fyrir.
Af þessum sökum verður að telja, að örorkumat, er þá var gert, sé
of lágt, og varanleg örorka stúlkunnar vegna slyssins er hæfilega
metin 10%“.
Loks liggur fyrir bréf sama læknis til lögmanns stefnanda, dags. 25.
marz 1966, svohljóðandi:
„Með bréfi 9. þ. m. senduð þér bréf Jóns E. Ragnarssonar lög-
fræðings, þar sem hann bendir á skekkjur í örorkumötum mínum frá
24. marz 1965 og 16. nóvember 1963, hvað viðkemur fæðingarári E. L.,
• • •. í Reykjavík.
Fæðingardagur og ár í örorkumötunum er að sjálfsögðu skráð eins
og stúlkan skýrði sjálf frá í viðtali hjá undirrituðum hinn 11. nóvem-