Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 174
1966
— 172 —
isleg og varla með teljandi áhyggjublæ. Geðtengsl eru sæmileg við hann,
og hann gerir allsæmilega grein fyrir sér, er áttaður á stað og stund,
minni virðist sæmilegt, en einbeiting þess takmörkuð. Ekki er hægt
að finna inn á neinar ranghugmyndir eða ofskynjanir hjá honum,
hvorki hugsana- né tilfinningalífstruflanir né annað það, er bent gæti
á meiri háttar geðtruflun. P. er sennilega í lakara meðallagi gefinn,
en verið getur líka, að átakaleysi í hugsun, framsetningu og tilfinn-
ingaviðbrögðum ásamt dómgreind í lakara lagi dragi upp lakari mynd
af greind hans en efni standa til og koma mundi fram við greindar-
prófun.
Sálfræðilegar prófanir (... . sálfræðingur) staðfesta þetta. Greind
er samkvæmt þeim í meðallagi eða heldur lakari. Raunveruleikaskyn
talið sæmilegt, dómgreind heldur slök, hugsun ekki skörp. Tilfinninga-
líf virðist heldur grunnt og stjórn hvatalífs sennilega léleg.
Sálfræðileg próf (Greindarpróf Wechslers fyrir fullorðna, Bender
Gestalt, HFD og persónuleikaprófin Rorschach, Maudsley, persónu-
leikakönnun og Minnesota persónuleikakönnun) benda í heild frekast
til óþroskaðs persónuleika, en ekki sjúklegs ástands og varla geðvillu
í þrengri merkingu.
Um er að ræða 25 ára gamlan verkamann, P. N-sen, sem fæddur er
í Danmörku af íslenzkri móður, en dönskum föður. Hann elst upp í
Danmörku til 4 ára aldurs en flyzt þá heim til Reykjavíkur með for-
eldrum sínum. 1—2 árum síðar fer hann í sveit til frændfólks síns
og er þar næstu ár af óþekktum orsökum fram til 11 ára aldurs. Þá er
móðir hans látin. Skólaganga hans hefst í sveit. Hann reynist heldur
lélegur nemandi, óeirinn, kærulaus, forvitinn og fiktsamur. Barna-
skólagöngu lýkur í Reykjavík, en úr frekara námi verður ekki. Hann
fer að vinna fyrir sér, fyrst í lausamennsku við ýmis störf, en frá 15—
16 ára aldri til sjós. Hann er hverfull við vinnu, tollir yfirleitt ekki lengi
í sama starfi, skiptir oft um húsbændur. Fimm síðustu árin er hann í
Keflavík, býr þar lengst af með konu sinni, sem hann kvænist fyrir
iy2 ári síðan. Eiga þau þrjú börn. Samkomulag hefur verið allgott,
þrátt fyrir það að hann hefur reynzt óáreiðanlegur til fyrirvinnu. P.
hefur ekki neytt víns sér til verulegs skaða, drekkur ekki nema á 2ja
mánaða fresti, en þá einatt heldur illa og stundum frá sér ráð og rænu.
Sannað þykir, að hann muni mjög illa það, sem gerist, er hann er
drukkinn. Innan um fólk er hann yfirleitt heldur óeðlilegur, þvingaður
og fámáll. Mjög afbrýðisamur í garð konu sinnar.
Síðustu mánuði hefur hann unnið við Búrfell og komið í frí um
helgar. I eitt slíkt frí kom hann um helgina 13.—14. janúar. Var hann
þá búinn að vera veikur eystra, sennilega með háan hita, a. m. k. um
tíma, og ekki er vitað, hvort hann hafi verið orðinn algjörlega hita-
laus, þegar hann fór heim. Á laugardag fer hann svo að neyta áfengis,