Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 161
— 159 —
1966
mínu viti er flest tekið með, sem geri fullnægjandi grein fyrir fram-
vindu þeirri, er varð til hinna voveiflegu atburða að morgni 7. janúar.
Á það skal að lokum enn bent, að í máli eins og þessu, þar sem um
persónulegar eigindir manns er fjallað, og eins og við er að búast ekki
sízt hinar neikvæðu, er verða til tiltekins voðaatburðar, er næstum óhjá-
kvæmilegt, að orðalag og rakin rás atvika kunni að líta út, eða hægt sé
að túlka það þannig, sem ádeila eða áfellisdómur yfir viðkomandi,
en ég hef leitazt við að haga orðum mínum eins hlutlaust og kostur
er, þó þannig að ekki skolist eða óskýrist innihald þess, sem er verið
að reyna að segja.
Álit mitt er því:
Þ. A-son er hvorki fáviti né geðveikur, heldur nokkuð skarpgreindur
maður, en haldinn mjög djúpstæðum persónugöllum og skapgerðar-
truflunum, þ. á m. langrækni, tilhneigingu til öfgafullra viðbragða,
árásarhneigð, og hefur yfirleitt óþroskað tilfinningalíf.
Vegna greindar hans og að ýmsu sterkrar almennrar persónubygg-
ingar (ego-styrkleika) koma þessir verulegu ágallar honum jafnan
ekki í bölvun, en eftir nokkuð undanfarandi langtímadrykkju og jafn-
vel margra ára vaxandi spennu og tilfinningaárekstra í hjónabandi,
eftir nýafstaðinn skilnað og vafalaust miklar hrellingar og beiskju
(hversu mikið sem réttmæti hennar er eða er ekki), grípur hann til
þess eftir heillar nætur drykkju að ráðast inn í íbúð konu sinnar fyrr-
verandi og bana henni með hnífstungu.
Ekki er unnt að sjá, að beinn undanfari þessa atburðar hafi verið
neitt sérstakt nýtt áfall, sem hafi svipt Þ. sjálfstjórn, nema þá at-
burðarásin á næstu mínútum á undan, en vitni bera þó, að hann hafi
gengið mjög beint til verks, og þeirrar hugsunar verður ekki varizt,
að hann hafi unnið af ráðnum hug, svo margt sem til þess bendir.
Um horfur þessa manns er mjög erfitt að segja, og er reyndar ekki
hlutverk þessarar geðrannsóknar, en ábyrgir aðilar hljóta þó mjög
að leiða hugann að því.
Um sakhæfi hans tel ég ekki vera nokkurn vafa, sérstaklega þó miðað
við skarpa almenna greind og svo síðast en ekki sízt lögfræðilega þekk-
ingu.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er umsagnar læknaráðs um álitsgerð Þórðar Möller yfirlækn-
is, dags. 12. maí 1967, og þeirri spurningu beint til ráðsins, hvort það
fallist á niðurstöður yfirlæknisins um geðheilbrigði og sakhæfi ákærða,
Þ. A-sonar.
Tillaga réttarmáladeildar um