Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 142
1966
— 140 —
fyrir slíka afskiptasemi. Skrifleg fyrirmæli um breytingar og/eða
lagfæringar voru lögð fyrir á fimmtíu og sjö stöðum, svo og gerðar
tillögur um breytingar til hagræðis og stækkunar á fjórum teikning-
um að nýjum greiðasölu- og gististöðum um stærð, staðsetningu og
fyrirkomulag á snyrtiklefum. Eins og að undanförnu hafa verið tekin
sýnishorn af uppþvotti, svo sem djúpum og grunnum diskum, glösum,
bollum og af þeim ílátum, sem til matargerðar eru notuð hjá 203 fyrir-
tækjum, og hefur þvotti á leir og öðrum matarílátum í mörgum til-
fellum verið mjög ábótavant. Hafa verið gerðar tilraunir með ýmis
þvottaefni (vökva eða föst efni) til þess að reyna að finna lausn á
vandanum. I flestum tilfellum virðist hann liggja í því, að notuð eru
háfreyðandi efni í uppþvottavélarnar, en ekki lágfreyðandi. Sýnis-
horn tekin og send til dr. Sigurðar Péturssonar voru 9 talsins, eingöngu
af tilbúnum mat. Samtals voru athugaðir 293 staðir.
5. Mjólk.
Frá mjiólkureftirlitsmanni ríkisins.
Á árinu reyndist mjólkurframleiðslan betri en nokkru sinni áður.
Tvö mjólkursamlög hættu að starfa á árinu, þ. e. Mjólkurstöð Kaup-
félags Suður-Borgfirðinga, Akranesi, og Mjólkurbú K. F. B., Djúpavogi,
og eitt nýtt tók til starfa, sem er Mjólkurbú Kaupfélags Langnesinga,
Þórshöfn. Mjólkursamlögin eru því nú 17 talsins.
Gæðamat mjólkurinnar reyndist þannig:
/ /. og II. flokk fóru 99497673 kg, eSa 97,88%.
í III. flokk fóru 1994681 kg, eða 1,96%.
1 IV. flokk fóru 156130 kg, eða 0,16%.
Eins og gæðamatið segir til um, er III. og IV. flokks mjólk að mestu
úr sögunni, enda má segja, að meðferð mjólkur hér á landi fari ört
batnandi.
Rvík. Mjólkursamsalan seldi á árinu 31,9 milljónir lítra mjólkur til
Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Suðurnesja og Vestmannaeyja. Af því
voru 86,93% hyrnumjólk, 3,30% flöskumjólk, kassamjólk 1,42%, og
í lausu máli 8,35%, en af því fer nokkur hluti til iðnaðar.
Akranes. Mjólkurstöðin á Akranesi, sem rekin hefur verið af Mjólk-
ursamsölunni í Reykjavík, var lögð niður á árinu. Er nú öll mjólk flutt
daglega frá Reykjavík í þeim umbúðum, sem þar eru notaðar (hyrn-
um).
Suðureyrar. Meiri hluti mjólkur er nú framleiddur í héraði, og
selja bændur hana beint til heimila.