Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 131
— 129 —
1966
Zonta-klúbburinn hefur öðru fremur unnið að málefnum heymar-
daufra barna. Hefur gefið ýmis rannsóknartæki til Heyrnardeildar
Heilsuverndarstöðvarinnar og styrkt fólk til náms á þessu sviði.
L. Lyfjabúðareftirlit.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svolátandi grein fyrir eftirliti með
lyfjabúðum á árinu: Eftirlitsmanni til aðstoðar var ráðinn um
þriggja mánaða skeið Vilhjálmur G. Skúlason, dr. phil., lyfjafræðingur.
Lyfjabúðir voru í lok ársins 26 að tölu.
Starfsliö: Starfslið lyfjabúðanna fyrir utan lyfsala (24), en með
forstöðumönnum tveggja félagsrekinna lyfjabúða, var sem hér segir.
Eru tölur miðaðar við þann dag, er skoðun var gerð hverju sinni: 23
lyfjafræðingar (cand. pharm.), 17 karlar og 6 konur, 22 aðstoðarlyfja-
fræðingar (exam. pharm.), 5 karlar og 17 konur, 5 lyfjafræðistúdentar
(stud. pharm.), 3 piltar og 2 stúlkur, og annað starfsfólk 217 talsins,
23 karlar og 194 konur, eða samtals 262 karlar og konur.
Nokkuð skortir enn sums staðar á, að fyrirmælum 36. gr. lyfsölu-
laga nr. 30 1963, um að lyfsala til aðstoðar skuli vera a. m. k. einn lyfja-
fræðingur, sé fullnægt.
Húsakynni, búnaöur o. fl.: Verulegar breytingar urðu ekki á árinu,
að því er húsakynni og búnað snertir. Sums staðar var þó nokkurra
nýrra tækja aflað, vogir löggiltar og aðrar endurbætur gerðar. 1 einni
lyfjabúð var búðarpláss stækkað til muna og stungulyfjagerð jafn-
framt lögð niður.
Rannséknir á lyfjum o. fl.: Lyfjarannsóknir voru eins og undanfarin
ár ýmist framkvæmdar á staðnum eða þá að sýnishorn voru tekin og
þau rannsökuð síðar. En þá var jafnan skilið eftir í vörzlu lyfsala inn-
siglað sýnishorn, sams konar og það, er tekið var til rannsóknar.
L Eðlisþyngdarmælingar. Mæld var eðlisþyngd 259 lausna. Reyndist
eðlisþyngd 16 (6,2%) víkja um skör fram hjá réttu marki (1965:
28 af 311, eða 9,0%).
2. Töflurannsóknir. Gerð var ákvörðun á magni virkra efna í 30
heimagerðum og aðkeyptum töflutegundum. Reyndist innihald
virkra efna í 10 töflutegundum (33,3%) vera utan óátalinna marka
lyfjaskrár. Auk þess reyndist þungi 14 töflutegunda (46,7%) vera
utan óátalinna marka lyfjaskrár.
3. Gerlarannsóknir. Sæfingarpróf var framkvæmt á 44 lyfja- og augn-
dropaglösum úr 23 lyfjabúðum og 21 plastíláti úr 19 lyfjabúðum.
Reyndist gerlagróður nokkur í 8 glösum (18,2%) og 6 plastílátum
(28,6%).