Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 95
— 93 —
1966
tæplega árs gamla stúlku, sem var búin að vera með slæma bronchitis
og hita í nokkurn tíma og svaraði ekki lyfjameðferð. Reyndist hún
sterkt jákvæð við Moro-próf, en ekki komin með virka berkla. Tveir
ungir bræður hennar reyndust einnig jákvæðir, en voru hraustir. Hófst
nú á ný allvíðtæk berklaleit og alls skoðaðir 75 manns. Langamma
þessarar litlu stúlku, sem ekki hafði verið berklaveik áður, var grunuð
um caverna í h. lunga og send strax á Kristneshæli, og reyndist hún
með smit. Mikill ættleggur er kominn út af þessari gömlu konu og flest
nýju tilfellin skyld henni eða tengd.
Kópaskers. Eitt tilfelli í Kelduhverfi, gömul kona, er hafði lungna-
bólgu, reyndist vera með smitandi berkla og er nú á Kristnesi. Ekkert
nýtt smit fannst út frá henni. 1 Axarfirði veiktist maður af lungna-
berklum, en sá á berklaveika móður á Kristnesi, og fór hann einnig
þangað. 1 Axarfirði voru allir prófaðir (Mantoux og Moro), og fundust
þá 6 jákvæðir, sem ekki höfðu verið það áður. Af þeim reyndust tvö
börn hafa berkla í lungum og annað þeirra með rósahnúta. Urðu þau
bæði talsvert veik, og fór annað þeirra til dvalar á Kristnesi, en hitt á
barnadeild FSA. Hinir fjórir veiktust ekki, en eru á berklameðferð
prophylaktiskt. Þótti sýnt, að rekja mætti öll þessi nýju tilfelli til
manns þess, er getið var í upphafi og fór á Kristnes. Endurteknu
berklaprófi er lokið.
3. ígulmygla (actinomycosis).
1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966
Sjúkl.
Dánir
1957
Á spítala 6
I héruðum 2
4. Holdsveiki (lepra).
1958
5
1959
5
1960
4
1961
4
1962
3
1963
3
1964
3
1965
3
1966
3
Samtals
8
Rvík. Eini sjúklingurinn í héraðinu með þennan sjúkdóm lézt á
árinu.
5. Sullaveiki (echinococcosis).
1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966
4 2 „ 1 „ 2 1 1 „ „
Dánir