Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 155
— 153 —
19GG
steikja hana á pönnu og flagga í heila stöng“, eða í þessa átt. Virðist
næstum ekki geta annað verið en þarna hafi verið um drykkjuraus að
ræða, en þess geta heimildir mínar þó ekki. Og þótt hann í mín eyru
hafi látið af því, hvað sér væri meinlaust til tengdaföður síns, hikar
hann ekki við að nota um hann samheitið „svívirðilegasta hylski“ í
áminnztu bréfi.
Þ. mun hafa sýnt sig að grófleika og allt að því hrottaskap við fleiri
en tengdafjölskylduna. Kom það þegar fram í skóla, en gat verið all-
áberandi í öðrum samskiptum, þótt ekki skuli tilfærð einstök dæmi.
Gat þetta jafnvel bitnað á eigin börnum hans, sem; honum þykir þó
eflaust mjög vænt um á sinn hátt.
Síðustu árin hafa drykkjutúrar hans orðið hvað verstir, mun hafa
talað um skilnað öðru hverju, einkanlega á síðasta ári, Þ. jafnvel gert
uppkast að skilnaðarsamningi og fleygt í konu sína.
Þar kom, að farið var að tala um skilnað í fullri alvöru. Segir Þ.,
að tengdafaðir sinn hafi verið „sendur“ til sín með þau boð 11. nóv.
1966, en þá hafi hann (Þ. A.) verið búinn að vera að heiman, meira
og minna drukkinn, frá 3. okt. Segist Þ. þá hafa samþykkt það, verandi
þá undir áhrifum áfengis. Sáttaumleitanir prests hafi farið fram að-
eins gegnum síma við þau hjónin sitt í hvoru lagi og lögskilnaður
hafi svo farið fram 1. des., með því að hann játaði (ranglega) á sig
hjúskaparbrot. Vill Þ. með þessu gefa í skyn, að skilnaður mundi vera
formlega ógildur, ef út í það væri farið.
Hvað sem um það er, er hitt vitað, að hann var hálfgerður ráðunaut-
ur konu sinnar í skilnaðarmálinu, sem mun vera frekar fátítt. Segir
hann ennfremur, að konan hafi viljað friðmælast við sig og hringt á
sig þeirra erinda, og eftir áramótin hafi hann jafnvel borðað heima á
heimili konunnar ásamt börnum þeirra eftir nokkuð vinsamlegar um-
ræður. Hafi hún þá verið að tala um, hvort ekki mætti breyta þessu
í skilnað að borði og sæng. Er enn sem fyrr lítið hægt um þetta að
segja, Þ. einn til frásagnar.
Síðasta árið mun H. heitin hafa verið farin að vera talsvert ugg-
andi um sig. Mun hún hafa helzt talað um það við systur sína, sem oft
var hjá henni, þegar Þ. var á túrunum, og jafnvel og þá sérstaklega
upp á síðkastið, þ. e. eftir eða í kringum skilnaðinn, haft á orði, að
hann hefði hótað að drepa hana og jafnvel tengdamóðurina líka. Var
H. heitin jafnvel farin að óttast, að hann léti verða af þessum hótunum
sínum. Ekki ber heimildum fyllilega saman um framkomu Þ. á heimili
upp á síðkastið. Sumir segjast ekki hafa heyrt um neitt ofríki eða of-
beldi, aðrir tala um, að hann hafi fengið hálfgerð æðisköst, brotið allt
og bramlað í kringum sig í óskapagangi. Um þetta atriði verður því
líklega lítið fullyrt, en þó munu þess einhver dæmi.
1 kringum skilnaðinn og eins í kringum hátíðar sendi Þ. ýmsum
aðilum í fjölskyldunni skeyti eða sendingar, eins og rakið er í mál-