Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 160
196G
158 —
Naut Þ. mikils álits tengdafjölskyldu sinnar fyrir dugnað sinn, en
framkoma hans mun hafa verið nokkuð mótuð af persónu hans að
öðru leyti. Hann gat verið býsna hrjúfur, allt að því hrottalegur, og
gat jafnvel bitnað á eigin börnum hans, sem honum þykir þó vafa-
laust mjög vænt um. Afstaða hans til tengdafjölskyldu hans var að
ýmsu furðuleg, hann tekur heimboðum og getur þá verið hinn kátasti,
þótt gamansemi hans væri oft eða oftast kaldhömruð, grallaraleg og
hrjúf, en býður tengdafjölskyldunni yfirleitt ekki til mannfagnaðar,
að því er hermt er. Var það þó ekki látið hafa áhrif á það, að honum og
þeim hjónum væri boðið áfram, né heldur það, að hann væri ákaflega
óvæginn í orðum, einkanlega við tengdamóður sína og um hana, sem
hann virðist hafa lagt einlægt hatur á, svo að með eindæmum má
telja.
Undanfarin ár hefur nokkur óhugur virzt grípa H. heitina. Hún hefur
nefnt það við nánustu fjölskyldu, að Þ. hafi jafnvel endurtekið hótað
sér lífláti og jafnvel móður sinni líka, og ekki getað hrint þeirri hugs-
un frá sér á köflum, að hann mundi láta verða af hótunum sínum, þótt
hún í hina röndina hafi virzt hálfskammast sín fyrir þetta.
Einkanlega mun þetta hafa verið áberandi, eftir að Þ. byrjaði á
síðasta drykkjutúr sínum í byrjun október, sem stóð svo linnulítið,
en með einhverjum minni háttar uppstyttum, alla vega fram til 5.—6.
desember. Kom þar, að 11. nóv. var lögð fyrir hann krafa um skilnað
af hendi konunnar, og var svo frá honum gengið, og fyrir stífni,
sennilega af beggja hálfu og ekki síður Þ., varð úr því fullur lögskiln-
aður 1. desember. Flutti þá H. heitin með börnin að . ..., en þar hafði
Þ. fest kaup á íbúð með það fyrir augum.
I kringum skilnaðinn og einkanlega í kringum hátíðar sendi hann
svo frá sér kveðju og pakka, sem útbúnir voru á mjög óskemmtilegan
hátt og settu ugg að ýmsum, sem til þekktu um hugarástand Þ. og
fyrirætlanir, þótt menn vildu varla eða gætu trúað neinu svo frá-
munalegu. Þess munu þó dæmi, að fjölskyldumeðlimur hafi farið þess
á leit við kunningja sinn, áhrifamann, að hann reyndi að sjá til þess,
að Þ. væri komið í geðrannsókn, honum gæti varla verið sjálfrátt, en
áður en til þess kæmi, dundu þau ósköp yfir, sem raun er á orðin og
eru orsök þessarar rannsóknar, er Þ. eftir heillar nætur drykkju réðst
inn í íbúð konu sinnar og barna að morgni 7. janúar s.l., meiddi gest-
komandi konu þar, en banaði konu sinni með búrhnífi, er hann hafði
haft með sér, nýkeyptum og biturlegum.
Skal nú tekið fram, að í svo yfirgripsmiklu, alvarlegu og að sumu
leyti flóknu máli eins og þessu eru varla tök á því að rekja nákvæm-
lega öll atriði. Er því viðbúið, að ýmis atriði þyki hafa orðið útundan,
sem þó liggja fyrir á þeim 120 folio-síðum málsskjala auk fylgiskjala,
sem geyma hina mjög svo ítarlegu skýrslu urn málsrannsóknina, en að