Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 162
196(5
160 —
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð fellst á niðurstöður Þórðar Möller yfirlæknis um geðheil-
brigði og sakhæfi Þ. A-sonar, eins og þær koma fram í álitsgerð yfir-
læknisins, dagsettri 12. maí 1967.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 4. júní
1968, staðfest af forseta og ritara 13. s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
MAlsúrslit: Með dómi Hæstaréttar 14. október 1968 var ákærður dæmdur í 16
ára fangelsi og honum gert að greiða allan kostnað sakarinnar.
5/1968
Guðmundur Jónsson, borgardómari í Reykjavík, hefur með bréfi
dags. 28. maí 1968, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykja-
víkur s. d., leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 4281/1967: G. Ö-son
gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs.
Málsatvik eru þessi:
Laugardaginn 16. júlí 1960, milli kl. 22 og 23, kom stefnandi máls
þessa, G. Ó-son bifreiðarstjóri, ...., Gullbringusýslu, akandi í bif-
reið sinni G. .. . að svonefndum Airmens klúbb á Keflavíkurflugvelli.
Bar þá að annan leigubifreiðarstjóra á hlaupum, og settist hann í
aftursæti bifreiðarinnar og læsti á eftir sér. 1 sama mund komu fjórir
varnarliðsmenn, rifu upp framhurð bifreiðarinnar og réðust á stefn-
anda án undanfarandi orðaskipta. Stefnandi segir, að varnarliðsmenn-
irnir hafi reynt að draga hann út úr bifreiðinni. Hann hafi varizt með
fótum og annarri hendi. Árásarmennirnir hafi náð taki á báðum fótum
stefnanda, haldið honum föstum og barið hann í andlitið. Síðan hafi
komið aðrir varnarliðsmenn og fjarlægt árásarmennina, þannig að
stefnandi gat ekið á brott.
Stefnandi leitaði til .... læknis í Keflavík, skömmu eftir miðnætti
sömu nótt, og er vottorð hans tekið upp í örorkumat Páls Sigurðssonar
tryggingayfirlæknis hér á eftir.
Miðvikudaginn 15. nóvember 1961 lenti stefnandi í bílslysi, og er
meiðslum hans lýst hér á eftir.
1 málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð:
1. Vottorð Hauks Kristjánssonar yfirlæknis, dags. 1. desember 1961,
svohljóðandi:
„Þann 15. nóvember 1961, kl. 10, kom G. Ó-son, ... ., í Slysavarðstofu
Reykjavíkur.
Hafði hann að sögn lent í bílslysi nokkru fyrir komu. Hafði bíll sá,
er hann ók, lent í árekstri við annan. Hann kvaðst ekki hafa misst
meðvitund og hafði engin einkenni um sjokk, en kvartaði um höfuð-