Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 146
1966
— 144 —
hann dvaldist í sjúkrahúsinu. Falinn dr.......til rannsóknar og um-
önnunar.“
4. Vottorð frá dr....... prófessor við læknisfræðideildina í Algeirs-
borg, dags. 3. desember 1964, í þýðingu Magnúsar G. Jónssonar, lög-
gilts skjalaþýðanda í frönsku, svohljóðandi:
„Ég hef rannsakað hr. K-son skipstjóra hinn 3. desember samkvæmt
beiðni læknisins.....36 ára, feitur, kvartar yfir því að hafa nú í einn
mánuð haft verk í brjósti yfir hjarta við áreynslu og af sjálfu sér.
Rannsókn hefur ekki leitt neitt sérstakt í ljós. TA st 14,5/8 í hægri
handlegg. Hjartalínurit má heita eðlilegt í hvíld og við áreynslu (all-
stutt). Fullyrða má því, að ekkert alvarlegt hafi komið fyrir að því,
er varðar kransæðina, eins og menn gætu óttazt. Þó er líklegt, þar eð ....
(ólæsilegt), að verkurinn stafi að nokkru leyti að minnsta kosti raun-
verulega frá kransæðinni. Úr því að þessu er svona farið, er bezt að
hafa hann nokkra daga í Algeirsborg til athugunar og meðferðar, en
að því búnu er ekkert því til fyrirstöðu, að hann snúi heim til tslands.“
Máliö er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um, hvort frá læknisfræðilegu sjónarmiði hafi
verið forsvaranlegt af skipstjóranum að yfirgefa skip sitt þann 2.
nóvember 1964 á Dalvík og þann 25. nóvember s.á. í Bougie í Afríku.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
1 ljósi þeirra vottorða, sem fyrir liggja, má telja eðlilegt, að skip-
stjórinn yfirgæfi skip sitt í bæði tiltekin skipti til að leita sér lækninga.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags 22. febrúar
1968, staðfest af forseta og ritara 11. marz s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.
2/1968.
Hæstiréttur hefur með úrskurði, kveðnum upp 12. janúar 1968,
leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 73/1967: Borgarstjórinn í
Reykjavík f. h. borgarsjóðs gegn S. E. L. f. h. E. S. L. og fjármálaráð-
herra f. h. ríkissjóðs og S. E. L. f. h. E. S. L. gegn borgarstjóranum
í Reykjavík f. h. borgarsjóðs og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs.
Málsatvik eru þessi:
Miðvikudaginn 13. desember 1961 varð E. S. L., f. 9. marz 1947, til
heimilis að ... ., Reykj avík, fyrir slysi, er hún var að hlaupa inn í skóla-
stofu í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Hringbraut 121, Reykjavík.