Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 168
1966
— 166 —
Ályktun: Hér er um að ræða 38 ára gamlan mann, sem varð fyrir árás
yið vinnu sína fyrir rúmlega 5 árum. Af gögnum málsins er ljóst, að
maðurinn hefur hlotið áverka á andlit, og læknar þeir, er hafa haft
hann til meðferðar, telja, að hann hafi fengið heilahristing og að
óþægindi hans, sem aðallega eru óþægindi frá höfði, verði að rekja til
þess. Sérfr. í taugasjúkdómum telur, að vafalaust sé um að ræða post-
traumatiska neurosu og að um varanlegt ástand sé að ræða nú.
Af þessum sökum verður að telja, að maðurinn hafi hlotið tíma-
bundna og varanlega örorku vegna árásarinnar 16. júlí 1960, og telst sú
örorka hæfilega metin þannig:
f 1 mánuð 100% örorka
- 1 — . . 75% —
- 4 mánuði 50% —
-6 — .. 25% —
en síðan varanleg örorka 10%“.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá lei'ð,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Hvort fullyrt verði eða sennilegt talið, að heilsuleysi stefnanda,
sem lýst er í læknisfræðilegum gögnum málsins, sé að nokkru eða
öllu leyti afleiðing áverka, sem stefnandi hlaut af völdum átaka
þeirra við varnarliðsmenn hinn 16. júlí 1960, sem fjallað er um í
gögnum málsins.
2. Hvort heilsuleysi stefnanda, sem lýst er í læknisgögnum málsins,
verði að einhverju leyti rakið til afleiðinga bílslyss þess, sem stefn-
andi varð fyrir í nóvember 1961.
3. Telji læknaráð fyrrgreint heilsuleysi stefnanda að nokkru eða öllu
leyti afleiðingu átakanna hinn 16. júlí 1960, óskast umsögn ráðs-
ins um það, hvort það fellst á örorkumat Páls Sigurðssonar, dags. 6.
september 1965, um örorku stefnanda. Ef læknaráð fellst ekki á
örorkumat Páls Sigurðssonar, óskast umsögn ráðsins um það, hver
teljist hæfilega metin örorka stefnanda af þessum sökum.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1: Sennilegt er, að heilsuleysi stefnanda sé að mestu leyti afleið-
ing áverka, er hann hlaut hinn 16. júlí 1960.
Ad 2: Nei.
Ad 3: Læknaráð fellst á örorkumat Páls Sigurðssonar, dags. 6.
september 1965.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 23. ágúst