Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 176
19fifi
— 174
Ályktun:
Ad 1: Þegar Þórður Möller yfirlæknir ritaði álitsgerð sína um P.
N-sen, lá ekki fyrir sakavottorð, er upplýsir afbrotaferil
hans. Af athugun Þórðar Möller ásamt öðrum gögnum, er
nú liggja fyrir, þykir ráðinu líklegt, að P. N-sen sé geð-
villtur.
Geðvilltum mönnum hættir öðrum fremur við afbrigðileg-
um áfengisviðbrögðum með þokuvitund. Þeim er að sjálf-
sögðu enn hættara við slíku, ef önnur veikindi koma til.
Ad 2: Ráðinu þykir því líklegt, að P. N-sen hafi brugðizt afbrigði-
lega við áfengisáhrifunum og verði varla talinn hafa verið
sakhæfur, er hann framdi afbrot sitt, þar eð honum hafi
ekki verið ljóst, að drykkjan gæti haft svo alvarlegar afleið-
ingar, þó að hann hafi oft áður misst minni eftir áfengis-
neyzlu.
Málsúrslit: Með dómi sakadóms Keflavíkur 20. desember 1968 var ákærður
sýknaður af kröfum ákæruvaldsins sökum sakhæfisskorts, en dæmdur til að sæta
öryggisgæzlu.
7/l%8
Saksóknari ríkisins hefur með bréfi, dags. 9. september 1968, leitað
umsagnar læknaráðs í sambandi við rannsókn um meint brot G. F-sen
framkvæmdastjóra og fyrrverandi flugstjóra, ...., Reykjavík, gegn
211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
Málsatvik eru þessi:
Fimmtudaginn 9. maí 1968, kl. 4,35 árdegis, kom G. F-sen, .......
Reykjavík, að ...., Reykjavík, vopnaður skammbyssu, braut rúðu í
útihurð til að komast inn í húsið, hitti þar húsráðanda á 2. hæð, J. G-son,
deildarstjóra hjá Flugfélagi Islands h. f., og skaut að honum þrem
skotum með þeim afleiðingum, að hann beið bana.
Hinn 9. maí 1968 úrskurðaði yfirsakadómari, að rannsókn skyldi
fara fram á geðheilbrigði og sakhæfi G. F-sen. Rannsóknina fram-
kvæmdi Þórður Möller yfirlæknir á Kleppsspítala. Álitsgerð hans er
dagsett 8. ágúst 1968 og hljóðar svo:
„Óskað er eftir rannsókn á geðheilbrigði G. F-sen, vegna morðs, er
hann framdi aðfaranótt eða árla morguns 9. maí s. 1., þá undir áfengis-
áhrifum. Hefur hann játað á sig verknaðinn.
G. er fæddur 25. júlí 1922 í Reykjavík, sonur hjónanna A. F-sen og
M. H-dóttur frá .... í.....Fór hún á barnsaldri til uppeldis að ....,
síðan á Sauðárkróki og flutti svo til Reykjavíkur. Þar giftist hún
manni sínum, A. F-sen, sem kom hingað til lands sem vélvirki og var
við uppsetningu véla í ... .verzluninni....Var hann síðar vélstjóri