Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 137
— 135 —
1966
Keflavíkur. Þrifnaður fer batnandi úti og inni, svo og allur húsa-
kostur. Lítið verður vart við meindýr, þó að alltaf þurfi að eitra öðru
hverju fyrir rottur.
3. Sullaveikivarnir.
Suðureyrar. Hundahreinsun hefur ekki fengizt framkvæmd, en eng-
ir sullir hafa fundizt í sauðfé við slátrun.
Hofsós. Sullir í sauðfé með alminnsta móti
Grenivíkur. Hundar hreinsaðir yfir sláturtíð.
Þórshafnar. Hundahreinsun fór aðeins fram í einum hreppi á árinu.
Hundum hefur að mestu verið útrýmt á Þórshöfn.
Vopnafj. Eins og fram kemur í ársskýrslu 1965, var forráðamönn-
um hreppsins bent á það þegar það haust, að hundar yrðu ekki hreins-
aðir af bandormi svo að tryggt væri við þau skilyrði, sem fyrir hendi
væru. Lofaði fráfarandi hreppsnefnd að ráða bót á þessu, en hummaði
það fram af sér. Eftir kosningar var hreppsnefnd skrifað aftur um
málið og krafizt skjótra úrbóta, en var synjað. Aukahreinsun hunda
framkvæmd í vor.
4. Matvælaeftirlit.
Gerlarannsóknarstofa Fiskifélags Islands hefur látið í té eftirfarandi
skýrslu um rannsóknir sínar á matvælum vegna matvælaeftirlits rík-
isins á árinu:
Til gerlarannsókna bárust Gerlarannsóknastofu Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins 1174 sýnishorn af mjólk, mjólkurvörum, öðrum mat-
vælum, neyzluvatni o. fl., sem tekin voru af heilbrigðisyfirvöldunum
eða í samráði við þau. Sýnishorn bárust frá borgarlækninum í Reykja-
vík (989), eftirlitsmanni lyfjabúða (71), heilbrigðisfulltrúa Akur-
eyrar (2), héraðslækninum á Álafossi (6), heilbrigðiseftirliti Borgar-
ness (4), héraðslækninum í Borgarnesi (9), héraðslækninum á Eski-
firði (4), heilbrigðisfulltrúanum í Hafnarfirði (47), héraðslækninum
Höfn, Hornafirði (1), héraðslækninum á ísafirði (8), heilbrigðis-
eftirliti Keflavíkur (20), héraðslækninum í Keflavík (2), héraðslækn-
inum á Sauðárkróki (5), héraðslækninum á Vopnafirði (1) og Veit-
ingasölu- og gististaðaeftirliti ríkisins (5). Sýnishornin skiptust þann-
ig eftir tegundum:
Mjólk ............................ 312
Súrmjólk .......................... 38
Rjómi ............................ 139
Undanrenna ........................ 45
Smjör ............................. 13
Ostur .............................. 1
Skyr .............................. 15