Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 123
— 121 —
1966
Mæðradeildin tók jþátt í þessum rannsóknum á tímabilinu 21.—30.
marz, og voru þær gerðar á samtals 304 konum.
Áfengisvarnadeild.
Á árinu voru frumskráðir 48 menn, 43 karlar og 5 konur. Auk þeirra
leituðu til deildarinnar 225 eldri sjúklingar, frumskráðir á árunum fyrir
1966. Þannig sóttu deildina á þessu ári samtals 273 einstaklingar, sem
meðferðar nutu og fyrirgreiðslu. Þessir 273 sjúklingar heimsóttu
deildina í meðferðarskyni samtals í 4776 skipti, og verður þannig
meðaltal heimsókna á mann 17,5 þetta ár. Er það svipuð tala og undan-
farin ár. Hjúkrunarkonan tók á móti öllum heimsóknum og fór auk
þess í 12 vitjanir á heimili drykkjumanna. Læknir og sálfræðingur at-
huguðu nýkomna sjúklinga og veittu viðtöl, eftir því sem tími vannst
til. Læknirinn fór í 32 vitjanir til skjólstæðinga deildarinnar, og sál-
fræðingurinn átti við þá 58 viðtöl í meðferðarskyni sérstaklega. Fé-
lagslegar leiðbeiningar og fyrirgreiðsla voru veittar líkt og áður. All-
mikið var um viðtöl við eiginkonur drykkjumanna og annað venzlafólk.
Nokkrum sjúklingum var ráðstafað á stofnanir. Starfsliðið hafði með sér
11 viðræðufundi á árinu, þar sem rædd voru ýmis viðfangsefni deild-
arinnar.
Húð- og kynsjúkdómadeild.
Á deildina komu alls 519 manns, þar af 430 vegna gruns um kyn-
sjúkdóma. Tala rannsókna var 2711, þar af 2003 vegna kynsjúkdóma.
Af þessu fólki reyndust:
46 hafa sárasótt, þar af 8 ný tilfelli (3 karlar og 5 konur),
129 — lekanda (99 karlar og 30 konur),
28 — flatlús (15 karlar og 13 konur),
87 — aðra húðsjúkdóma (23 karlar, 28 konur og 36 börn),
2 — höfuðlús (börn).
227 voru rannsakaðir vegna gruns um kynsjúkdóma (138 karlar og
89 konur).
Gerð var 561 smásjárrannsókn í sjúkdómsgreiningarskyni.
Tekin voru 386 blóðpróf.
Gefnar voru 987 penicillin-inndælingar.
Geðverndardeild fyrir börn.
Áframhaldandi rannsókn og sállækning:
Frá árinu 1960 ...................... 1
— — 1961 1
— — 1962 1
— — 1963 2
— — 1964 13
— — 1965 31