Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 134
var stöðvað. Bann var lagt við notkun 37 íbúða, sem skyldi koma til
framkvæmda við næstu íbúðaskipti.
Akranes. Lokið við samningu nýrrar heilbrigðissamþykktar, sem þó
hefur dkki verið staðfest.
Hofsós. Heilbrigðisnefnd er aðeins í einum hreppi, Hofsóshreppi.
Hafnarfj. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar hélt fundi mánaðarlega.
Störf nefndarinnar hafa einkum verið að líta eftir hreinsun og þrifn-
aði utanhúss í bænum, vatnsveitu og vatnsbólum bæjarins. Ennfremur
hafa nokkrar íbúðir verið skoðaðar og sumar þeirra dæmdar ónothæfar.
Skepnuhald hefur tíðkazt í bænum og útjöðrum hans, einkum sauðfé og
hænsni. Er í undirbúningi að útrýma því eða a. m. k. færa það út úr
bænum.
Nýr heilbrigðisfulltrúi var ráðinn á árinu.
2. Húsakynni og þrifnaður. Meindýr.
Rvík. Gefin voru vottorð um ástand 85 íbúða vegna umsókna um
íbúðir eða lóðir, í sambandi við niðurrif og af öðrum ástæðum. Rifnar
voru 54 íbúðir, þar af 25 í herskálum. I árslok var fjöldi skráðra íbúða
í Reykjavík um 21889. Skoðaðar voru 2861 íbúð, eða 13,1% af heildar-
tölu íbúða í borginni. Ibúðir þessar eru að langmestu leyti í kjöllurum,
herskálum og skúrum (1337). 2126 íbúðir reyndust ófullnægjandi. 1
þessum íbúðum bjuggu samtals 2883 börn.
Aukning íbúðarhúsnæðis á árinu, nýbyggingar og viðaukar, nam
265352 m3. Eru þetta samtals 765 íbúðir, sem skiptast þannig eftir
herbergjafjölda: 1 herbergi 91; 2 herbergi 130; 3 herbergi 180; 4
herbergi 222; 5 herbergi 103; 6 herbergi 30; 7 herbergi 8 og 9 her-
bergi 1. Meðalstærð íbúða, byggðra á árinu, var um 346 m3. Lokið var
við byggingu skóla, félagsheimila o. fl. að rúmmáli 33927 m3, gistihúsa,
verzlunar- og skrifstofu- og iðnaðarhúsa 265964 m3, geyma, geymslu-
húsa og bílskúra o. fl. 45548 m3.
Eftir efni skiptast húsin þannig:
Ur steini
- timbri
- járni
592078 m3
8770 —
9943 —
Samtals 610791 —
I árslok voru í smíðum 1122 íbúðir, og voru þar af 812 fokheldar.
Á árinu var hafin bygging 479 nýrra íbúða.
Neyzluvatn og vatnsból. Heilbrigðiseftirlitið fór reglulega til eftir-
lits í Gvendarbrunna og tók þar sýnishorn af neyzluvatni. Auk þess
voru öðru hverju tekin sýnishorn af vatni á víð og dreif um borgina. 1