Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 135
— 133 —
1966
þessu reglubundna eftirliti voru tekin 60 sýnishorn, og gáfu niður-
stöður rannsókna tilefni til athugasemda við 3 þeirra.
ÞrifnaSur. Sumarið 1965 fór fram heildarrannsókn á sorpeyðingar-
vandamálum Reykjavíkurborgar og nágrannabæjarfélaga. Var þetta
gert af hálfu verkfræðideildar borgarinnar með aðstoð Áke Björkman,
fyrrum hreinsunarstjóra Stokkhólmsborgar, sem er kunnur vegna sér-
þekkingar sinnar á hreinsunarmálum. Niðurstaða Björkmans varð:
,,Að brennslustöð sé ekki tímabær kostnaðar vegna, enda telur hann
mögulegt með hóflegum tilkostnaði að eyða sorpi á haugum eftir ný-
tízku aðferðum og að jafnframt sé unnt að fylla allar hóflegar kröfur
um heilbrigðishætti". Eins og síðasta ár sá gatnahreinsunin um
hreinsun á hafnarsvæðinu. 50 unglingar störfuðu yfir sumarið við
hreinsun á opnum svæðum og fjörum borgarlandsins. Tjaldstæðið í
Laugardal var opnað til afnota fyrir ferðamenn 15. júní og því lokað
1. október. Tjaldnætur urðu 1050 og gestir ca. 2400, nær eingöngu út-
lendingar.
Gatnahreinsun. Vélsópar hreinsuðu og fluttu brott ca. 4210 tonn
af götusópi. Ekið var brott 2172 bílförmum af afsópi og 1435 af opn-
um svæðum. Fýllt voru 12071 ílát, sem sorphreinsunin sá um tæmingu
á. Af götunum var ekið brott 4642 m3 af snjó, og kostnaður við það
varð ca. 850 þúsund krónur. Á árinu voru teknir í notkun 3 sjálfvirkir
saltdreifarar, og kostnaður vegna hálku varð ca. 1450 þúsund krónur.
Vegna rykbindingar var sprautað 11270 tonnum af sjó á malargötur.
Sjórinn ávallt blandaður kalsíumklóríð. Kostnaður vegna rykbinding-
ar varð ca. 254 þúsund krónur. Skúrar, herskálar og aðrar byggingar,
sem gatnahreinsunardeild sá um niðurrif á, voru 173. Sor'phreinsun.
Bætt var við einum vinnuflokki og 2 nýjum bílum, en 1 seldur, og
eru sorpbíl-ar nú 18. í árslok voru 25797 sorpílát í notkun og hefur því
fjölgað um 1312 á árinu. Ekið var brott 20932 bílförmum af sorpi, að
magni til ca. 209000 m3. Samanlagður bílfarmafjöldi, sem ekið var í
sorpeyðingarstöðina og á sorphaugana, var 65100. Framleiðsla á
Skarna varð 4217 m3. Birgðir í árslok voru 4600 m3. Holræsahreinsun.
Eftirlit með holræsakerfi borgarinnar annast 4 manna vinnuflokkur,
sem hefur bíl, holræsasnigil og vatnsdælu til umráða. Salernahreinsun.
Hreinsa þurfti 39, þar af 6 útisalerni við íbúðarhús og 33 í herskála-
hverfum og vinnustöðum. Að þessari hreinsun starfa 2 menn, sem hafa
bíl til umráða. Náðhús. Almenningsnáðhús borgarinnar eru 6. Við þau
starfa 12 manns. Lóðahreinsun. Fjarlægðir voru 63 dúfnakofar og
rifnir 194 skúrar. Hreinsaðar voru 1759 lóðir, þar af 1540, sem greiðsla
kom fyrir. Ekið var brott 735 bílförmum af rusli, og 430 bílhræjum
yar komið fyrir í fyllingu í Elliðavogi. Hreinsaður var sjóbaðstaður-
mn í Nauthólsvík eftir fyrirmælum borgarlæknis. Dúfur, kettir og
meindýr. 153 rökstuddar kvartanir um óþægindi af dúfum bárust.
Skoðaðir voru 8812 staðir vegna villikatta og dúfna. 1398 dúfum og