Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 144
1966
142 —
undir eftirliti heilbrig'ðisfulltrúa, og á síðast liðnu ári virtist þrifn-
aður heldur lakari en áður.
8. Framfarir til almenningsþrifa.
Akranes. Unnið áfram að varanlegri gatnagerð, og má segja, að
bærinn sé eins og annar bær, síðan svo margar götur voru steyptar.
Hafin er bygging myndarlegs bókasafnshúss. Tilraunaborun eftir
heitu vatni við bæinn og í grennd við hann gaf bendingar um, að vænta
mætti frekari árangurs við djúpborun, og er það nú í undirbúningi.
Unnið áfram að hafnarframkvæmdum. Langt komið stækkun skipa-
smíðastöðvarinnar, og er þegar hafin þar smíði fyrsta stálskipsins.
Bolungarvíkur. Byggð ný fullkomin brú yfir Hólsá, tengd þjóðvegi.
Blönduós. Unnið við íþróttavöllinn á Blönduósi, sem ungmennafé-
lagið er að koma upp. Hafinn undirbúningur að lengingu Blönduóss-
bryggju.
Ólafsfj. Á þessu ári var Múlavegur tekinn formlega til notkunar, og
er það mikil samgöngubót.
Dalvíkur. Keyptur var á árinu snjóbíll til sjúkraflutninga og læknis-
ferða á vetrum. Hafin var bygging síldarbræðslu á Dalvík. Unnið var
að byggingu íþróttahúss barnaskólans á Dalvík. Vatnsþró var byggð
fyrir Dalvík og borholur reyndar. I Hrísey var lokið við endurnýjun
vatnsveitukerfisins. 1 Svarfaðardalshreppi var borað eftir heitu
vatni.
Akureyrar. Af ýmsum húsum, sem skráð voru fullgerð á árinu, má
nefna skipabyggingahús Slippstöðvarinnar h.f. á Gleráreyrum, Kjöt-
vinnslustöð K. E. A. og skrifstofuhús Akureyrarbæjar við Geisla-
götu. Fokheldar voru t. d. Amtsbókasafnið við Brekkugötu, áhaldahús
(íþróttaskemma) á Gleráreyrum og Lögreglustöðin við Þórunnar-
stræti. Hafin var bygging flugskýlis á Akureyrarflugvelli og svínahúss
S. N. E. á Rangárvöllum. Fullgerðar voru 9 sérstæðar bifreiðageymslur
og auk þess gerðar ýmsar breytingar og viðbætur við eldri hús.
Kópaskers. Keyptur snjóbíll í héraðið og hefur þegar sannað ágæti
sitt.
Þórshafnar. Unnið var að hafnargerð, höfnin dýpkuð og grjóti ekið
í brimbrjótinn.
Vopnafj. Keyptur snjóbíll, sem þegar hefur komið í góðar þarfir.
Eskifj. Hafin var móttaka í nýja læknisbústaðnum 1. sept.
Keflavíkur. Mikil stækkun og endurbygging hefur farið fram á
Hraðfrystistöð Kaupfélags Suðurnesja í Keflavík, sem brann á síðast-
liðnu ári.