Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 156
1966
— 154 —
skjölum. Gætir þar bæði illkvittni og vanþakklætis og svo óhugnan-
legs hrottaskapar. Var á þeim tíma, sem þetta skeði, frekar litið á
þetta sem óhönduglega, grallaralega hrottafyndni drukkins manns, en
kann óneitanlega að fá á sig nokkuð annan svip skoðað í ljósi hinna
voveiflegu atburða, er síðar urðu og sjálfsagt hefur verið illt að láta
sig óra fyrir.
Þ. hefur hins vegar skýringar á reiðum höndum um þessar send-
ingar, sem eru fjarskalega langt sóttar, jafnvel það, að hnífurinn með
gegnumstungnu tuskunni hefði átt að vera symbol um 12 ára gamlan
atburð, sem Þ. talar um, þegar H. á að hafa veitzt að honum með hníf
drukknum og hálfsofandi. Ekki verður fullyrt, að þetta sé tilbúin
skýring eftir á, en ber þá að minnsta kosti vott um óhugnanlega lang-
rækni. Annars virðist Þ. jafnvel enn hafa illa dulið gaman af þessum
sendingum og hlær jafnvel við, er hann er að útskýra táknmál þeirra
eða hvernig þær voru útbúnar, einkanlega moldarsendingin til tengda-
móðurinnar.
Um morðið sjálft og atburðina þar í kring mun hið sanna hafa
komið fram, þótt Þ. hafi í fyrstu skýrslum ekki greint að öllu frá í
samræmi við staðreyndir, og þá aðallega í sambandi við ferðir sínar
nóttina áður og sama morgun, og svo um einstök atriði í átökunum að
.....Hefur hið fyrra skýrzt að mestu, en um síðari þáttinn eru ein-
stöku atriði óljósari, enda algengt að rekast á óljósan framburð og
ósamræmi, þar sem mikið tilfinningarót hefur verið í kringum
voveiflega atburði.
Eitt hefur þó hvergi komið fram, að ég hafi getað séð í réttarskjöl-
um, að sama morguninn og morðið var framið, í býtið eða um kl. 7.30,
hringdi Þ. í svila sinn fyrrverandi og sagði við hann: ,,Ég ætla að
gifta mig í dag“. Hinn sagðist hafa svarað eitthvað á þá leið, að það
væri hans mál eins, og lagt svo tólið á.
Þ. heldur því eindregið fram, að um slys hafi verið að ræða, illa
tilviljun, hann hafi verið æstur upp af viðbrögðum fólksins, sem þarna
var. Meðal annars hafi H. heitin „fengið eitt af þessum æðum sínum“
(sbr. áður, þegar hún á að hafa ráðizt að honum með hnífi, að því er
hann segir, en ekkert liggur annars fyrir um og ekkert verður héðan
af sannað um, að hann vitnar sjálfsagt til þess í áðurnefndu bréfi, dag-
settu 29. marz 1967, með orðalaginu „geðtruflanir elztu dótturinnar“).
Hins vegar hefur hann játað að hafa tekið með heiman að frá sér
buffhamar, sem hann hefur e. t. v. notað til að brjóta rúðu í forstofu-
hurðinni, en haldið fram, að hann hafi upprunalega tekið hann með
sér til þess að berja í hurð eða glugga, ef sér skyldi ekki verð-a anzað,
en hann hafi átt algjörlega meinlaust erindi og enda öðrum til hjálpar
þennan morgun. Verður þetta að teljast heldur ósennileg skýring, að
ekki sé meira sagt. Um hnífinn, sem hann hefur með að heiman, segir
hann fyrst, að hann hafi tekið hann í eldhúsinu á ...., en játar síðan