Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 136
1966
— 134 —
480 villiköttum var lógað. Á árinu bárust 2050 kvartanir um rottu-
og músagang. Músum og rottum var útrýmt á 8987 stöðum. Skoðuð
voru 71 skip. Alls var dreift 202160 eiturskömmtum.
Akranes. Nýbyggingar íbúðarhúsa svipaðar og áður. Fyrirhugaðar
á næsta ári framkvæmdir við vatnsveituna, bæði til að auka vatnið og
eins til að koma upp hreinsistöð með síunartönkum, en neyzluvatnið
hefur verið mjög slæmt á Akranesi.
SuSureyrar. Vatnsskortur enn sem fyrr bagalegur um vetrartímann
í langvarandi frostum.
Bolungarvíkur. Fullgerð 8 einbýlishús, í smíðum 5 og hafinn undir-
búningur að fimm verkamannabústöðum. Barna- og unglingaskóli full-
gerður. Borað var eftir vatni, bæði heitu og köldu. I miðju kauptúninu
fannst ágæt vatnslind, sem fullnægir vatnsþörf Ishúsfél. Bol., sem notað
hefur undanfarið allt að 40% af vatnsmagni því, sem til þorpsins hefur
runnið.
ólafsfj. Stöðugt er klifað á færslu sorphauga, en þeir eru staðsettir
allt of nærri bænum, fast við innkeyrslu í bæinn af Múlavegi. Ekkert
áunnizt. Þrifnaður á heimilum góður. Mikið vantar á, að þrifnaður
úti við sé sem æskilegt væri, sérstaklega í sambandi við fiskvinnslu-
stöðvar og á hafnarsvæðinu. Lóðahreinsun fer fram árlega, en fljótt
sækir í sama horfið. Stöðugt eitrað fyrir rottur, og ber lítið á þeim.
Akureyrar. Hafin var bygging 52ja íbúðarhúsa með 96 íbúðum.
Um áramót voru samtals 160 hús með 271 íbúð í byggingu. Skráð voru
fullgerð 67 hús með 110 íbúðum. Fokheld voru 57 hús með 96 íbúðum,
og 36 hús með 65 íbúðum voru skemmra á veg komin.
Þórshafnar. Vatnsveitan á Þórshöfn hefur verið endurbætt og þar
með komið í veg fyrir vatnsskort. Skolpræsi eru nú öll neðanjarðar,
en frágangur þeirra er ófullkominn, þar sem þau koma út 1 sjó.
Rottum á Þórshöfn hefur ekki verið útrýmt, enda ekki unnið að því
kerfisbundið. Samt er mikið eitrað fyrir mýs og rottur, bæði í sveit-
unum og í þorpunum.
Vopnafj. Sorphirðing var tekin upp um síðustu áramót. Neyzlu-
vatn nær ódrekkandi í vorleysingum og blotum á veturna vegna óhrein-
inda. Nokkra daga í vor mátti heita, að moldarleðja rynni úr leiðslun-
um. Var tekið sýnishorn af vatni þessu, en komst aldrei suður vegna
lélegra samgangna, og þegar loks var hægt að senda sýni, var vatnið
orðið tært aftur. Rottur hafa gert vart við sig á nokkrum bæjum í sveit-
inni og breiðzt heldur út, þótt eitrað hafi verið fyrir þær.
Eyrarbakka. Á þessu ári fengu Eyrarbakki og Stokkseyri sameigin-
legan hreinsunarbíl (öskubíl) til afnota. Á Stokkseyri er nú þegar byrj-
að að leiða vatn í hús þorpsins, og Eyrbekkingar hafa séð sér fyrir
vatnsbóli, þó að í nokkurri fjarlægð sé.