Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 105
— 103 —
1966
Akureyrar. Heita má, að allar bamsfæðingar hér fari fram í sjúkra-
húsi Akureyrar.
Grenivíkur. Engin ljósmóðir er í héraðinu. Barnshafandi konur eiga
börn sín á fæðingardeild FSA.
Kópaskers. Flestar konur fæða nú á sjúkrahúsum. Tvær konur fæddu
heima í héraði, og var læknir viðstaddur aðra fæðinguna.
Búóa. Fæðingar gengu yfirleitt vel. Læknis oftast vitjað. Fylgzt
með konum um meðgöngutímann. Talsvert um óskir um getnaðar-
varnir.
Hafnar. Fæðingar innan héraðs 28, 4 sendar vegna komplikationa,
hinar úr Öræfum, en þar er ljósmóðurlaust, fæddu í Reykjavík.
Keflavíkur. Alltaf færist í vöxt, að konur eigi börn sín á sjúkra-
húsum.
Hafnarfj. Engin fæðing fór fram í heimahúsum á árinu.
B. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig
4423 börn, sem skýrslumar ná til að þessu leyti, voru nærð eftir fæð-
inguna. Eru hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu ..................... 85,64%
Brjóst og pela fengu............. 11,98—
Pela fengu ...................... 2,37—
1 Reykjavík líta samsvarandi tölur þannig út:
Brjóst fengu ...................... 93,84%
Brjóst og pela fengu............. 5,09—
Pela fengu ...................... 1,06—
Sjá ennfremur skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur bls. 119—
120.
Búðardals. Brjóstmötunartími skilst mér, að sé í mörgum tilfellum
styttri en einn mánuður og kennt um mjólkurskorti. Virðist líklegt, að
notkun þröngra brjóstahaldara valdi hér einhverju um.
VII. Slysfarir.
A. Slys.
Slysfaradauði og sjálfsmorð síðasta áratug teljast sem hér segir:
1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966
Slysadauði 65 77 121 63 86 86 112 1041) 109 100
Sjálfsmorð 14 9 11 13 19 17 15 18i) 22 37
2) Leiðréttar tölur, sbr. bls. 81.