Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Blaðsíða 169
— 167 —
1966
1968, staðfest af forseta og ritara 9. október s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæ.jarþings Reykjavíkur 2. apríl 1969 var stefndi fjár-
máiaráðherra f. h. ríkissjóðs dæmdur til að greiða stefnanda kr. 172.620,00 með
7% ársvöxtum frá 1. janúar 1967 til greiðsludags og kr. 27.000,00 í málskostnað.
Pébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.
6/1968
Bæjarfógetinn í Keflavík hefur með bréfi, dags. 24. júlí 1968,
leitað umsagnar læknaráðs í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn P.
N-sen.
Málsatvik eru þessi:
Laugardaginn 18. janúar 1968, milli kl. 20 og 21, gerði ákærður
í máli þessu, P. N-sen...... Keflavík, tilraun til að hafa kynmök við
þriggja ára gamla dóttur sína. Lögregla var kvödd á vettvang og enn
fremur .... læknir, sem gaf svohljóðandi vottorð, dags. samdægurs:
„Þann 13. janúar 1968 kom ég, vegna beiðni lögreglunnar í Kefla-
vík, að .... í Keflavík, en þar var mér tjáð, að maður hafi gert tilraun
til samfara við dóttur sína, þriggja ára gamla. Var ég beðinn að skoða
barnið.
Við skoðun sást, að barnið var blóðugt á lærum og kynfæri þess
dálítið marin og blóðug, og kom í ljós, að blóðið kom frá sprungu í
slímhúð innan á labia. Aðra áverka var ekki að finna á barninu.
Manninn, sem verknaðinn var sagður hafa framið, skoðaði ég litlu
síðar í fangageymslu lögreglunnar í Keflavík. Við þá athugun kom í
ljós blóð á glans penis og undir forhúð. Annað sást ekki.“
Læknirinn kom fyrir sakadóm 19. janúar s. á., þar sem hann stað-
festi vottorð sitt og kvaðst hafa framkvæmt skoðunina eftir beztu
samvizku og þekkingu. Síðan er bókað eftir honum á þessa leið:
„Vitnið segir, að kærði hafi verið greinilega ölvaður, en langt frá
því, að hann hafi verið dauðadrukkinn.
Vitnið telur, að af þeim áverkum, sem sáust á barninu, megi ráða, að
kærði hafi gert ítrekaðar tilraunir til samfara.
Vitnið tekur það fram, að blóð það, sem það sá á penis kærða, hafi
verið utanaðkomandi, því að hvergi á honum var að sjá sár, sem blóð
gæti komið úr.“
Geðheilbrigðisrannsókn fór fram á ákærðum, og framkvæmdi hana
Þórður Möller, yfirlæknir á Kleppsspítala. Skýrsla hans er dagsett 15.
marz 1968 og hljóðar svo:
,,P. er fæddur 27. marz 1942 í Randers á Jótlandi, sonur hjónanna
H. N-sen, rennismiðs og G. B-dóttur. Kynntust þau hjón hér í Reýkja-
vík, er H. var við fag sitt í Landsmiðjunni um nokkurn tíma. Fluttust