Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Page 172

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1966, Page 172
1966 — 170 — getur, en það getur ekki verið, því eins og þegar er getið, kom enginn læknir til hans. Segir P. svo frá, að fyrri hluta laugardagsins hafi hann ætlað rétt að „smá-snapsa“ sig heima, en svo komu einhverjir kunningjar til hans. Var hann ekki mikið drukkinn, þegar þeir komu um 6-leytið, þótt hann hefði verið að „sulla“ eitthvað frá því um klukkan eitt. Skrapp hann út með þeim, en kom aftur um kl. átta og var þá orðinn mjög drukkinn, enda segja félagar hans frá því, að hann muni hafa drukkið óblandað romm. Segir kona P., að hann hafi verið mjög drukkinn, er hann kom heim, og í heldur æstu skapi, en fór þó fljótlega að hátta. Sagði konan honum, að hún ætlaði að skreppa út, en raunverulega ætlaði hún að sjá, hvort hann róaðist þá ekki og sofnaði. Eftir 15—20 mínútur, að því er hún telur, kom hún aftur og þá við þær aðstæður, er um getur í málskjölum. Rannsóknir á stúlkubarninu og P. sjálfum eftir á taka af öll tví- mæli um, hvað skeð hefur. Hringdi konan þegar í stað í lögregluna frá nágrönnum sínum, en þorði ekki að fara í íbúðina, af því að hún var hrædd við ofstopalund P. við vín. Er að sjá, að rúmar 40 mínútur (40 —45) hafi liðið, frá því er hún fór út, þangað til lögregluþjónar komu á staðinn að beiðni hennar. Voru þau stundarkorn að komast inn í íbúðina. Enginn anzaði dyrabjöllu, og þau gátu ekki komizt inn með smekkláslykli, og mun lásinn hafa verið læstur að innan. Þegar svo eftir nokkurt stapp var kallað inn um gluggann á íbúðinni, var svarað, og P. kom fram að vörmu spori. Hann hafði greinilega þrifið einhver föt í flýti, skyrtu og buxur, en var nærfatalaus innan undir. Var hann alláberandi ölvaður. Talaði hann þá um, að þau hjónin hefðu rifizt og konan farið út þess vegna, en eftir á kannast hvorugt þeirra við neitt slíkt. Eins og málin liggja fyrir, er rétt hugsanlegt, að P. hafi sofnað milli þess, að konan sá til hans inn um gluggann „in flagrante“. og þangað til lögregluþjónar kölluðu hann upp. Kunna að hafa liðið a. m. k. röskar 30—35 mínútur þarna á milli, jafnvel eitthvað meira, eftir því hvað viðbrögð lögreglunnar hafa verið skjót. A. m. k. virtist stúlku- barnið sofnað, þegar komið var inn í íbúðina, og var það þó það, sem orðið hafði fyrir því hnjaski, að það var volandi undan (sbr. lögreglu- skýrslu frá kl. 22,15 13. janúar 1968 og endurrit úr sakadómsbók bls. 5 miðri), svo væntanlega hefði mjög ölvaður maður getað sofnað líka á því tímabili, jafnvel föstum svefni, en eðli málsins samkvæmt verður náttúrlega ekkert fullyrt um þetta. Þegar farið er að yfirheyra P., segist hann muna það óljóst, að hann hafi farið frá kunningjum sínum um kl. 20 um kvöldið og ætlað heim, — heimkomuna mjög óljóst og ekkert annað, þangað til lögregluþjón- arnir hugsanlega vekja hann með köllum 40—50 mínútum síðar. Segist P. hafa vaknað við köllin í rúmi sínu og snarað sér í einhver föt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.