Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 21
Vitnisburðarranglæti 21
og sér réttlætt að beita félagslegu valdi með svo áþreifanlegum hætti. Aftur á móti
er ímyndarvaldið sjálft af óefnislegum toga – eitthvað algjörlega orðræðu- eða
ímyndunarbundið vegna þess að það er að verki á sviði sameiginlegra hugmynda
um hvað fylgi því að vera aðalsmaður eða alþýðumaður, þ.e. sviði ímyndaðra fé-
lagsímynda. Ímyndarvald er því aðeins ein hlið þeirra flokka félagsímynda sem
tilheyra t.d. stétt eða kyngervi þar eð þeim tengjast bæði efnislegir þættir sem og
ímyndunartengdar hliðar.
Er hægt að sjá fyrir sér alfarið formgerðarbundna beitingu ímyndarvalds?
Vissulega er það hægt, enda tekur ímyndarvald oft á sig alfarið formgerðar-
bundna mynd. Ef við skoðum aftur dæmi um réttleysi, má hugsa sér hóp sem
með óformlegum hætti nýtur ekki kosningaréttar vegna tilhneigingar sinnar til
þess að sitja heima sem stafar af sameiginlega ímyndaðri félagslegri sjálfsmynd
hans um að meðlimir hans séu þess eðlis að þeir hvorki ræði né leiði hugann að
stjórnmálum. „Fólk eins og við er ekki pólitískt“ – og því tekur það ekki þátt í
kosningum. Að sama skapi getum við ætlað að meðal þeirra þjóðfélagshópa sem
nýta kosningaréttinn skipti ímyndarvald einnig máli. Það sem hvetur mörg okkar
til að kjósa er að hluta sjálfsmyndin í þeirri sameiginlegu ímyndun að „fólk eins
og við lætur sig stjórnmál varða“. Ímyndarvald getur, rétt eins og gildir almennt
um félagslegt vald, ýmist verið gerandatengt eða alfarið formgerðarbundið; það
getur verið jákvætt í þeim skilningi að leiða til athafnar eða neikvætt ef það kemur
í veg fyrir hana; og það getur verið í þágu gerandans með því að stjórna athöfnum
hans eða unnið gegn honum.
Ástæða þess að hér hefur verið svo mikið rætt um ímyndarvald er sú að ætlunin
er að kanna hvernig það fléttast við þá tegund málrænna samskipta þar sem mæl-
andinn miðlar þekkingu til hlustandans, þ.e. við vitnisburðarskipti (e. testimonial
exchange) í sem víðustum skilningi. Ég mun færa rök fyrir því að ímyndarvald
sé óaðskiljanlegur hluti af gangverki vitnisburðarskipta vegna þess að hlustend-
ur þurfa að nota félagslegar staðalmyndir sem leiðsögureglur (e. heuristics) þegar
þeir meta ósjálfrátt trúverðugleika viðmælenda sinna. Það getur verið með öllu
viðeigandi að byggja þannig á staðalmyndum, eða villandi, allt eftir því hvaða
staðalmynd á í hlut.
Ef í staðalmyndinni felast fordómar gegn mælandanum gerist tvennt: Skiptin
fela í sér þekkingarfræðilega röskun – hlustandinn gerir óþarflega lítið úr trú-
verðugleika mælandans og fer fyrir vikið hugsanlega á mis við ákveðna þekkingu;
um leið er breytni hans siðferðilega ámælisverð – og að ósekju er grafið undan
hæfni mælandans til að búa yfir þekkingu. Ég mun nú snúa mér að þessari röskun
sem er bæði af meiði þekkingar og siðferðis og einbeita mér að því sem er e.t.v.
mikilvægasti siðferðilegi og félagslegi þátturinn í því hvernig ímyndarvald mótar
orðræðu- og þekkingartengsl okkar og reyna að draga upp mynd af þeirri tegund
ranglætis sem því tengist, þ.e. vitnisburðarranglæti.
Hugur 2018meðoverride.indd 21 24-Jul-18 12:21:21