Hugur - 01.01.2018, Side 22

Hugur - 01.01.2018, Side 22
22 Miranda Fricker Aðaldæmið um vitnisburðarranglæti Í grófum dráttum má segja að fordómar geti truflað veitingu og viðtöku vitnis- burðar með tvennum hætti. Annaðhvort stafa fordómarnir af því að mælandinn er álitinn trúverðugri en hún ætti að vera – trúverðugleikabólga – eða af því að hún telst ótrúverðugri en ástæða er til – trúverðugleikahalli. Tökum sem dæmi bein áhrif þess að mælandinn tali með hreim. Ekki aðeins er hreimur félagslega hlaðið fyrirbæri sem mótar hvernig hlustað er á mælandann (hann getur gefið vísbendingar um menntun/stétt/landfræðilegan bakgrunn/uppruna mælandans), held ur hefur hann einnig þekkingarfræðileg áhrif. Þannig getur hreimur haft veru leg áhrif á hversu trúanlegur mælandinn er tekinn, einkum þegar ekki er um endurtekin samskipti að ræða. Með því á ég ekki við það að tali einhver með hreim, sé sérlega líklegt að sá sem hlýðir á hann, jafnvel þótt sá síðarnefndi sé hald inn miklum fordómum, hljóti sjálfkrafa að hafna augljóslega trúverðugri fullyrð ingu hans eða öfugt, þ.e. að hann sé líklegur til þess að leggja trúnað á annars ótrúlega staðhæfingu. Vafalaust getur hvort tveggja gerst en þar sem það er í flestum tilvikum hlustendum í hag að trúa því sem satt er, en ekki því sem er ósatt, hlytu það þó að teljast vera miklir fordómar í óvenjulegu samhengi sem dygðu til þess að hafa slík áhrif. Hugmyndin hér er frekar sú að með duldum hætti auki eða dragi fordómar úr trúverðugleika mælandans og stundum í nógu miklum mæli til þess að það skipti sköpum fyrir skoðanamyndun hlustandans. Því geti fordómar hlustandans valdið því að hann fari á mis við ákveðna þekkingu. Þegar upplýsingum er miðlað frá einum manni til annars, kemst hlustandinn ekki hjá því að meta trúverðugleika mælandans.12 Slíkur dómur hvílir vafalaust ekki á neinum nákvæmum vísindum og augljóslega getur trúverðugleikabólgan eða -hallinn byggst á röngu mati.13 Almennt ætti bólga að vera mönnum í hag og halli í óhag. Þó má gera þann fyrirvara á því að í tilteknu samhengi kann bólgan að hafa ókosti í för með sér og hallinn getur hugsanlega haft sína kosti. Fyrri aðstæðurnar má sjá fyrir sér í tilviki vinnulúins heimilislæknis sem fær spurningar frá sjúklingum sínum sem aðeins er á færi sérfræðilækna að svara. Hann er ekki í aðstöðu til þess að svara þeim af fullri ábyrgð en verður þó að svara þeim eins vel og hann getur þar eð sjúklingarnir verða að fá svar og hann er sá eini sem getur veitt þeim það. Þeir gefa sér að hann sé fær um að afla allra upplýsinga sem þeir þurfa og því ljá þeir honum of mikinn trúverðugleika í þessum efnum. Við getum bætt því við að öll viðleitni til þess að leiðrétta háleitar hugmyndir þeirra um sér- 12 Þetta er í andstöðu við tvö vel þekkt viðhorf innan þekkingarfræði vitnisburðar. Annars vegar heldur Reid því fram að í vitnisburðar-samskiptum okkar beitum við með náttúrulegum hætti hliðstæðum lögmálum sannsögli og trúgirni (sjá Thomas Reid, Inquiry into the Human Mind, 6. kafli, xxiv. undirkafli: „Of the Analogy between Perception and the Credit We Give to Human Testimony“ (fyrst útgefið 1764)). Hins vegar telur Tyler Burge að við höfum a priori rétt til þess að trúa því sem aðrir segja okkur, að öðru óbreyttu (sjá eftir hann „Content Preservation“, Philosophical Review, 102, nr. 4 (okt. 1992), 457–488). Ég mun fjalla um þessi viðhorf í 3. kafla þar sem ég set vitnisburðarranglæti sem fyrirbæri í almennara samhengi þekkingarfræði vitnisburðar. 13 Ég fellst á efasemdir Coadys um að nokkur nákvæm vísindi geti gilt um þetta eða að eitthvert ná- kvæmt „trúverðugleikahlutfall“ dugi til þess að ákvarða hversu mikils trúverðugleika hlustandinn geti gert tilkall til (sjá C. A. J. Coady, Testimony: A Philosophical Study (Oxford: Clarendon Press, 1992), 210). Hugur 2018meðoverride.indd 22 24-Jul-18 12:21:21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.